Search
Close this search box.
Davíð Oddgeirs: Sjáðu ótrúlegt myndband frá Cape Town

Davíð Oddgeirs: Sjáðu ótrúlegt myndband frá Cape Town

Davíð Oddgeirs skrifar:
Ég fór út til Cape Town síðastliðinn apríl með það í huga að búa til mynd um borgina og fólkið. Hluti af verkefninu var svo líka að sýna frá á samfélagsmiðlum í rauntíma. Ég hafði farið árið áður til Cape Town og þá var eitthvað sem heillaði mig rosalega við staðinn og mér fannst ég þurfa að fara aftur og gefa þessu öllu saman betri skil í formi myndefnis sem ég taldi mig geta framleitt núna miðað við það sem kom út í fyrra, en þá var ég rétt að stíga mín fyrstu skref í því sem ég er að gera í dag.
Cape Town PT 1

Það komu upp nokkur atvik sem settu strik í reikninginn, sem gerðu svo útkomuna að því sem hún er. Það helsta var að minn aðal tengiliður þarna úti þurfti að fara tveimur dögum eftir að ég kom út og þá þurfti ég að búa til nýja eða reyna að finna einhverja sjálfur. Það tók smá tíma en allt gekk upp á endanum og ég á fólkinu sem ég kynntist þarna mikið að þakka.
Cape Town PT 2

Myndinni skipti ég upp í 4 parta sem tengjast því í raun hvernig ég náði í það efni sem er að finna í hverjum parti fyrir sig. Mig langaði að sýna bæði frá ferðinni eins og hún var og eins og fólk sem fylgist með á Snapchat hafði upplifað hana og á sama tíma segja sögu sem kemur að því hvað þarf til þegar maður er að ferðast einn.
Cape Town PT: 3

Ég mun halda áfram að heimsækja borgina um ókomna tíð og örugglega á ársgrundvelli. Það er eitthvað töfrandi við allt þarna, fólkið, náttúruna, orkuna, sjóinn, sólsetrin. Þannig já fyrir mig er þetta bara eitthvað sem ég þarf að gera fyrir sálina, hvort sem það tengist einhverju verkefni eða ekki. Svo munu eflaust einhverjir af þeim vinum sem ég hef eignast þarna úti koma og heimsækja Ísland og þá verður gaman að gefa til baka og sýna þeim hvað við höfum hér upp á að bjóða fyrir þau.

Cape Town PT 4

Myndin er leikstýrð, tekin upp, klippt og framleidd af Davíð. Meðframleiðendur voru Burn og Nike á Íslandi.

IMG_4258

P1000637

IMG_9400

 

NÝLEGT