Hún slysaðist eiginlega út í að verða DJ en er í dag ein af heitustu DJ-um landsins. Dóra Júlía Agnarsdóttir hikar ekki við að segja hlutina eins og þeir eru og það er mjög gaman að fylgjast með henni en hún elskar að gera vel við sig og njóta lífsins. Á morgun fer af stað Lunch Beat verkefni sem hún vinnur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Torg í Biðstöðu. Veislan verður á Óðinstorgi á morgun, föstudag 9.júní, klukkan 12 og allir eru hjartanlega velkomnir! Við fengum Dóru til að segja okkur frá sér, sínum verkefnum og lífinu.
Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar:
Ég heiti Dóra Júlía Agnarsdóttir og ég er 24 ára gömul Reykjavíkurpía. Ég útskrifaðist síðasta vor úr Listfræði og Heimspeki í Háskóla Íslands og hef núna í vetur aðeins verið í fjarnámi í Safnafræði í master.


Ég hef áhuga á mörgu og finnst mjög gaman að lífinu. Ég hef verið í dansi í mörg ár ásamt því að vera mikið í jóga. Núna í haust stefni ég svo loksins á að taka jógakennaranámið í Kaliforníu, en ég hef einmitt eytt ófáum sumrum þar vegna þess að kærastinn minn var búsettur þar í nokkur ár.
Viku fyrir Iceland Airwaves hátíðina í fyrra hringdi svo Pálmi kærastinn minn í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að henda mér í hlutverk DJ’s fyrir hátíðina þar sem Glowie, projectið sem hann og Sara Pétursdóttir unnu að saman, hafði mikinn áhuga á að fá stelpu DJ í settið sitt.
Það er mjög fyndið að segja frá því hvers vegna ég byrjaði að DJ-a og má eiginlega segja að ég hafi slysast út í það í upphafi. Ég hafði oftar en ekki talað um að mér væri ætlað að vera DJ vegna þess að DJ er náttúrulega skammstöfun fyrir Dóru Júlíu. Það var þó alltaf frekar sagt í léttu gríni en samt hugsaði ég oft útí það hvað mér fyndist það örugglega sjúklega gaman. Viku fyrir Iceland Airwaves hátíðina í fyrra hringdi svo Pálmi kærastinn minn í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að henda mér í hlutverk DJ’s fyrir hátíðina þar sem Glowie, projectið sem hann og Sara Pétursdóttir unnu að saman, hafði mikinn áhuga á að fá stelpu DJ í settið sitt. Ég sló til enda er ég hvatvís og nenni ekki að ofhugsa eða stressa mig.
Eina sem ég þurfti að gera þá var að ýta á play og peppa liðið og Sindri Ástmars umboðsmaður Glowie lánaði mér græjurnar sínar og kenndi mér svo að ýta á play hehe. Við spiluðum 4 gigg á Airwaves og það var fáránlega skemmtilegt. Þannig að já, fyrsta DJ gigg ævi minnar var í Norðurljósasalnum í Hörpu.
..svo allt í einu var ég bara orðin full time DJ
Eftir Airwaves hafði Ásthildur Bára, veitingastjóri á Sæta Svíninu og mikil fagkona, samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að spila hjá þeim á föstudagskvöldum. Ég setti upp DJ station í herberginu mínu heima og æfði mig svo á hverju kvöldi í viku þangað til að ég spilaði í fyrsta skipti sjálfstætt gigg þar. Út frá því fóru svo fleiri staðir að hafa samband og boltinn að rúlla. Ég er líka búin að spila með Glowie á tónlistarhátíð í Hollandi og á Sónar og svo allt í einu var ég bara orðin full time DJ. Geggjað dæmi!
Ég hef mikið verið að hugsa DJ nafn og á mjög erfitt með að komast að niðurstöðu. Hérna heima hef ég bara verið að nota DJ Dóra Júlía því það er auðvelt að muna það og koma sér á framfæri með því. Hinsvegar ætla ég að finna eitthvað aðeins meira international þar sem mig langar að fara að takast á við alþjóðlegri verkefni.


Ég hef ekki beint tengt mig við einhverja ákveðna tónlist og þarf alltaf að vera svolítið flexible þegar kemur að því að vera með sett þar sem það er alltaf háð þeim hóp sem ég spila fyrir. Mér finnst samt alltaf ótrúlega gaman að spila hip hop og throwback jams.
Undanfarnar vikur er ég búin að vera að gigga alveg ótrúlega mikið, svona 5-6 gigg á viku þannig að dagarnir hafa mikið farið í undirbúning á giggum og svoleiðis. Ég er ekki í neinni annarri vinnu nema að ég er líka búin að vera að kenna dans hjá Dansstúdíói World Class, besta dansskóla Íslands, sem fer svo í sumarfrí núna í júní. Ég er búin að vera þar að kenna núna í 5 ár hjá Stellu Rósenkranz og hef lært alveg ótrúlega mikið af því, rosa gaman og Stella er frábær.


Ég er ótrúlega mikið fyrir það að njóta lífsins og er kannski aðeins of dugleg að gera vel við mig
Ég er ótrúlega mikið fyrir það að njóta lífsins og er kannski aðeins of dugleg að gera vel við mig þannig að týpískur dagur, að DJ giggum undanskildum, er þannig að ég vakna, stússast og vinn aðeins fyrir hádegi, fer í sund eða hot yoga í Laugum í hádeginu og svo í spa-ið, sem er crucial til þess að núllstilla sig því það fylgir því oft mikið áreiti að gigga. Svo er ég mjög dugleg við að hitta og fara út með góðum vinum en mér finnst þá sérstaklega gaman að fara út að borða á Sæta Svínið enda finnst mér hann í fullri hreinskilni besti veitingastaðurinn í Reykjavík. Ég er ótrúlega heppin að vera umkringd fjölbreyttu og skemmtilegu fólki sem er alltaf til í að gera daginn minn enn betri.


Mér finnst í raun ótrúlega margt skemmtilegt og ég geri líka ótrúlega mikið af skemmtilegum hlutum. Mér finnst geggjað að upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi en þó ég sé mjög hvatvís reyni ég alltaf að vera samkvæm sjálfri mér. Ég hef mikið ferðast og reyni að vera dugleg að fjárfesta í skemmtilegum ferðalögum. Í apríl fór ég til LA og Vegas með tveimur ótrúlega góðum vinkonum þar sem við sáum Britney bestu á sviði og gerðum fullt af einhverju fyndnu og skemmtilegu. Næst á dagskrá er svo New York í júlí þar sem ævintýrin bíða mín.
..ég er að fara að halda nokkur Lunch Beat yfir sumarið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Torg í Biðstöðu.


Það eru ótrúlega mörg spennandi verkefni framundan og má þá helst nefna það að ég er að fara að halda nokkur Lunch Beat yfir sumarið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Torg í Biðstöðu. Þegar ég sá í vor að Torg í Bið væri að leita eftir fólki til þess að sjá um að virkja torgin í sumar með skemmtilegum hugmyndum fór ég strax að hugsa hvað það væri frábært að geta notað DJ dótið í eitthvað tengt þessu. Ég var að vinna fyrir Reykjavíkurborg og miðbæjarverkefni í fyrra sumar og það var svo ótrúlega gaman að mig langaði eitthvað að tengjast þessu aftur í sumar. Þá kom þessi Lunch Beat hugmynd til mín og ég hlakka alveg ótrúlega til að hrinda þessu í framkvæmd. Fyrsta Lunch Beati-ð verður á Óðinstorgi á morgun, föstudag 9.júní, klukkan 12. Þetta verður klukkutíma session og allir eru velkomnir til þess að koma, dansa saman og deila gleðinni með hvert öðru.


Það verður spennandi að sjá hvert þetta DJ verkefni tekur mig því ég stefni bara lengra.
Annars er ég svosem ekki komin með neitt langtíma plan heldur lifi svolítið fyrir líðandi stundu akkurat núna. Mér finnst ótrúlega gaman að gera það sem ég er að gera og sé mig ekki hætta því í bráð. Það verður spennandi að sjá hvert þetta DJ verkefni tekur mig því ég stefni bara lengra. Ég hef samt áhuga á ótrúlega mörgu og mér finnst gaman að því að mennta mig og ég stefni að því að klára master. Mig langar að taka jógakennarann og svo veit ég ekkert hvað mér mun detta í hug á næstu árum. Ég er allavega með opinn hug og reyni að senda frá mér sem bestu orkuna út í lífið. Ég treysti því alltaf að hlutirnir fari vel hjá mér og að allt gangi upp og ég held að það sé það sem skiptir langmestu máli.


Instagram: dorajulia