Það er fátt notalegra en að baka ljúffengar og gómsætar kökur og sjálf er ég mikill sælkeri og nýt þess að dunda mér í hollustubakstri og gleðja heimilisfólkið með góðri kökusneið. Nú orðið er afar einfalt að hollustuvæða uppskriftir og nota í staðinn t.d. hollara mjöl eins og gróft heilhveiti, gróft spelt eða möndluhveiti.
Úrvalið af ýmsum góðum náttúrulegum sætuefnum er líka orðið ansi fjölbreytt og hægt að minnka áhrifin á blóðsykurinn með því að nota sætuefni með lægri sykurstuðul eins og kókóspálmasykur, erythritol, sweet like sugar eða sukrin, en það er lítið mál að skipta á sléttu þ.e.a.s. bolli á móti bolla í uppskrift þegar maður er að nota þessi náttúrulegu sætuefni. Það er vel hægt að nota kókósolíu í staðinn fyrir smjör eða annan fitugjafa s.s. avókadóolíu. Ef þið viljið hafa kökuna glúteinlausa þá er hægt að nota möndlumjöl eða mala glúteinlausa hafra í blandara fyrir þá sem kjósa það frekar.
Hér er uppskrift að himneskri döðlubombu sem er algjört lostæti sem ég hef notað oft í gegnum árin og hún slær alltaf í gegn enda uppáhald allra á heimilinu.
Döðlukaka
- 235 g döðlur gróft saxaðar frá Himneskri Hollustu
- 120 g mjúkt smjör eða 1 dl kókósolía frá Himenskri Hollustu
- 3-5 msk kókóspálmasykur eða Sukrin Gold
- 1 ¼ b heilhveiti eða gróft spelt frá Himneskri Hollustu
- 1 lúka saxaðar pekan eða valhnetur
- 1 1/3 msk vínsteinslyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk sjávarsalt
- 1 tsk vanilluduft
- 2 egg
- Vatn


Karamellusósa
- 120 g smjör (eða 1 dl bragðlaus kókósolía frá HH)
- 100 g kókóspálmasykur frá Cocofina eða Sukrin Gold
- ¼ b rjómi eða hafra/möndlurjómi
- ½ tsk vanilluduft ef vill
Aðferð
- Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta rétt yfir.
- Látið suðuna koma upp og slökkvið þá á hitanum.
- Leyfið döðlumaukinu að standa í ca 3 mín í pottinum og bætið þá matarsódanum við og hrærið.
- Þeytið egg og sykur saman þar til ljóst og létt, bætið smjöri/olíu við, döðlumauki og rest af uppskrift saman við.
- Bakið við 180°C í 30-40 mín.
- Karamellusósa; allt sett í pott og soðið við vægan hita þar til sósan er hæfilega þykk.
- Borið fram með þeyttum rjóma.
Njótið!
Ásdís grasalæknir