ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Döðlukaka með karamellusósu

Döðlukaka með karamellusósu

Það er fátt notalegra en að baka ljúffengar og gómsætar kökur og sjálf er ég mikill sælkeri og nýt þess að dunda mér í hollustubakstri og gleðja heimilisfólkið með góðri kökusneið. Nú orðið er afar einfalt að hollustuvæða uppskriftir og nota í staðinn t.d. hollara mjöl eins og gróft heilhveiti, gróft spelt eða möndluhveiti.

Úrvalið af ýmsum góðum náttúrulegum sætuefnum er líka orðið ansi fjölbreytt og hægt að minnka áhrifin á blóðsykurinn með því að nota sætuefni með lægri sykurstuðul eins og kókóspálmasykur, erythritol, sweet like sugar eða sukrin, en það er lítið mál að skipta á sléttu þ.e.a.s. bolli á móti bolla í uppskrift þegar maður er að nota þessi náttúrulegu sætuefni. Það er vel hægt að nota kókósolíu í staðinn fyrir smjör eða annan fitugjafa s.s. avókadóolíu. Ef þið viljið hafa kökuna glúteinlausa þá er hægt að nota möndlumjöl eða mala glúteinlausa hafra í blandara fyrir þá sem kjósa það frekar.

Hér er uppskrift að himneskri döðlubombu sem er algjört lostæti sem ég hef notað oft í gegnum árin og hún slær alltaf í gegn enda uppáhald allra á heimilinu.

Döðlukaka

  • 235 g döðlur gróft saxaðar frá Himneskri Hollustu
  • 120 g mjúkt smjör eða 1 dl kókósolía frá Himenskri Hollustu
  • 3-5 msk kókóspálmasykur eða Sukrin Gold
  • 1 ¼ b heilhveiti eða gróft spelt frá Himneskri Hollustu
  • 1 lúka saxaðar pekan eða valhnetur
  • 1 1/3 msk vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk sjávarsalt
  • 1 tsk vanilluduft
  • 2 egg
  • Vatn

Karamellusósa

  • 120 g smjör (eða 1 dl bragðlaus kókósolía frá HH)
  • 100 g kókóspálmasykur frá Cocofina eða Sukrin Gold
  • ¼ b rjómi eða hafra/möndlurjómi
  • ½ tsk vanilluduft ef vill

Aðferð

  • Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta rétt yfir.
  • Látið suðuna koma upp og slökkvið þá á hitanum.
  • Leyfið döðlumaukinu að standa í ca 3 mín í pottinum og bætið þá matarsódanum við og hrærið.
  • Þeytið egg og sykur saman þar til ljóst og létt, bætið smjöri/olíu við, döðlumauki og rest af uppskrift saman við.
  • Bakið við 180°C í 30-40 mín.
  • Karamellusósa; allt sett í pott og soðið við vægan hita þar til sósan er hæfilega þykk.
  • Borið fram með þeyttum rjóma.

Njótið!

Ásdís grasalæknir

www.grasalaeknir.is

www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.instagram.com/asdisgrasa