Search
Close this search box.
Ebba Guðný: Himneskar vatnsdeigsbollur

Ebba Guðný: Himneskar vatnsdeigsbollur

4aaf0a602477df4cd7bd34085a805d5b

Uppskrift af bollum:

2dl vatn

100gr smjör

2dl fínt spelt frá Himneskri Hollustu

2 egg

Hitið ofninn í 190°C blástur. Setjið smjör og vatn í pott og hitið saman þangað til blandan byrjar að sjóða. Takið þá pottinn af hellunni og blandið speltinu saman við með sleif og hrærið þar til myndast hefur deigkúla. Setjið deigið í hrærivélaskál og dreifið því upp á kantana (svo það kólni fyrr). Þegar mesti hitinn er farinn úr deiginu setjið þið eitt egg í einu út í skálina og hrærið vel saman. Hættið ekki að hræra fyrr en eggin hafa samlagast deiginu. Setjið bollur með tveimur matskeiðum á ofnplötu klædda með bökunarpappír. 

Bakið bollurnar í um 20-25 mínútur og opnið ekki ofninn fyrr því þá falla þær frekar.

Súkkulaðiglassúr

150gr flórsykur

1-2msk kakó

Ögn af möndlumjólk, bræddu smjöri og-eða kaffi til að þynna í krem. Gætið þess að setja ekki of mikinn vökva, farið varlega svo að kremið verði í æskilegri þykkt. 

Ekta súkkulaði

1 plata súkkulaði sem ykkur finnst gott

3msk möndlumjólk

Bræðið varlega saman og setjið á bollurnar. Bætið við mjólk ef þið viljið þynna kremið meira. 

 

Höfundur: Ebba Guðný

 

 

 

NÝLEGT