Ebba Guðný: Hummus

Ebba Guðný: Hummus

Innihald: 

  • 1 dós kjúklingabaunir fá Himneskri Hollustu (sigtaðar og skolaðar aðeins í köldu vatni)
  • 2 msk ljóst tahini sesamsmjör
  • ⅓-½ sítróna eða súraldin, safinn (má setja meira í lokin ef þarf)
  • 1–2 hvítlauksrif, pressuð (má sleppa)
  • Hnífsoddur cayenne pipar (ég set oft smá cumin og paprikukrydd)
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk
  • Kaldpressuð ólífuolía þangað til þetta er orðið að kæfumauki (má nota vatn á móti).

Öllu er svo hent í matvinnsluvél eða blandara og maukað vel. 

Hummus HH

*Geymist vel í glerkrukku með loki eða í a.m.k 5 daga inni í ísskáp ef hreinlætis er gætt. Gætið þess ávallt að nota hreina skeið ofan í krukkuna. Bakteríur úr munni eyðileggja matvæli hratt og vel.

*Einnig má setja sólþurrkaða tómata eða grillaða papriku til að breyta til, jafnvel fetaost!

Uppskrift úr bókinni: Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?

 

Höfundur:  Ebba Guðný

NÝLEGT