Innihald:
180g spelt frá Himneskri Hollustu (gróft og fínt til helminga)
80g kalt smjör í bitum
50ml (1/2 dl) kalt vatn (meira ef þarf)
250g döðlur frá Himneskri Hollustu (steinlausar)
60g smjör
80g kókospálmasykur
3 egg (lífræn)
250g saxaðar pekan hnetur
Hitið ofninn í 180°C.
Byrjið á botninum:
Blandið speltinu saman (fínu og grófu) og bætið svo smjörinu í bitum við. Náið þessu saman með höndunum (þolinmæði!). Bætið svo fljótlega við vatni og smám saman verður þetta að deigi.
Setjið smá fínt spelt á borðið og fletjið út deigið hringlaga (eða reynið það) og leggið það svo í eldfast mót (ca. 24cm). Reynið að setja kantana aðeins upp, og jafnið þá með fingrunum, það er fallegra. Setjið botninn í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.
Fyllingin:
Setjið döðlurnar í pott með 3 matskeiðum af vatni. Hitið aðeins döðlurnar svo þær mýkist vel. Þið getið látið þær bíða svo í hitanum í pottinum (slökkt undir), með lokið á, í nokkrar mínútur ef þið hafið tíma. Saxið pekan hneturnar gróft og skiljið eftir nokkrar heilar til að skreyta bökuna með. Blandið svo saman í blandara eða með töfrasprota döðlunum, smjörinu, kókospálmasykrinum og eggjunum.
Takið botninn úr frysti og raðið söxuðu pekanhnetunum yfir botninn, setjið svo fyllinguna og skreytið svo í lokin efst, með heilum pekan hnetum.
Bakið bökuna í um 30 mínútur.
Höfundur: Ebba Guðný