Search
Close this search box.
Ediksblandan hennar Sólrúnar Diego

Ediksblandan hennar Sólrúnar Diego

Hún Sólrún Diego líf hefur verið mikið í umræðunni síðasta árið. Hún hefur verið að nota mikið frægu ediksblönduna sína og við fengum að forvitnast aðeins um blönduna og spyrja hana spjörunum úr.

 Hvernig blandar þú ediksblönduna?

Mín blanda er 1 dl Borðedik (4%) á móti 3dl af vatni. Flestum finnst lyktin af borðedikinu súr og ekki góð og bendi ég þá fólki á að blanda ilmolíum við svo það gefi ferskan ilm !

Hver er uppáhalds ilmolían þín í blönduna?

Mín uppáhalds olía er klárlega Lavender Spike!

Á hvað getur maður notað blönduna?

Blönduna nota ég á allt nema náttúrustein. Efnið kemur alfarið í staðinn fyrir öll hreinsiefni á mínu heimili enda ekki skaðleg neinum. 

Er eitthvað sem ber að varast við notkun á blöndunni?

Í rauninni er ekkert að varast. Ekki er mælt með að nota edik á náttúrustein eins og t.d. ekta marmara en ég hef sjálf prufað það og urðu engir skaðar en ég ráðlegg fólki að fara varlega í það.  

Hvenær byrjaðir þú að nota blönduna?

Eftir að ég eignaðist barn þá fór ég að hugsa út í hluti sem ég hafði aldrei spáð í eins og t.d. hreinsiefni. Ég vildi ekki að barnið mitt gæti sleikt eða nagað hluti þar sem ég spreyjaði sterkum efnum á.

Hvaðan fékkstu hugmyndina af blöndunni?

Að þrífa með ediki er eldgamalt ráð og lærði ég það fyrir löngu að skúra upp úr ediki. Þegar Maísól fæddist prufaði ég mig áfram með að blanda edikið í spreybrúsa ásamt því að skúra með því og hef ekki notað neitt annað síðan !

Hvað finnst þér gott við ilmolíurnar frá Now?

Ég hef prufað nokkrar týpur af ilmolíum en það sem stendur upp úr við Now er að lyktin endist vel og lengi blandað við vatnið og þarf því mun minna af olíunni.

Einhver önnur ilmolíu tips að lokum?

Ég nota olíurnar ekki bara í ediksblönduna heldur er algjör snilld að sjóða vatn, edik og ilmolíu. Það er það allra besta til að losna við matarlykt eftir eldamennsku. Einnig set ég ilmolíudropa í nýjan ryksugupoka og gefur það ferska lykt þegar ryksugan fer í gang! 

NÝLEGT