Search
Close this search box.
Edrúmennskan heillar landann

Edrúmennskan heillar landann

Töst og H verslun stóðu fyrir hjartnæmri heilsuhugvekju í gær þar sem viðfangsefnið var edrúmennska og kostir þess að vera edrú. Fjöldi fólks lagði leið sína á viðburðinn en óhætt er að segja að líf án áfengis sé kostur sem æ fleiri eru farnir að tileinka sér.

Það var engin önnur en Sylvía Briem, markaðsstjóri Töst og hugmyndasmiðurinn á bak við átakið Edrúar febrúar sem leiddi kvöldið, sagði reynslusögur af sjálfri sér og vegferð sinni án áfengis síðustu 770 dagana.

Þær Silvía Briem og Eva Ruza deildu persónulegri reynslu sinni af edrúmennsku með gestum kvöldins.

Eva Ruza, skemmtikraftur og gleðgjafi talaði af mikilli einlægni um sína edrúmennsku en Eva hefur aldrei drukkið áfengi. Evu tókst með sínum einstaka húmor að draga fram hlátrarsköll gesta og strá góðum fræjum í umræðuna.

Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf og læknavísindum hélt einstaklega áhugavert erindi um svefn og áhrif áfengis á svefninn. Hún sagði þekkta mýtu að fólk teldi einn drykk fyrir svefninn gera sér gott á meðan allt áfengi raskar gæðum svefnsins.

Arnór Sveinn Aðalsteinson, íþróttamaður og heilsugúru talaði um jákvæðar venjur og hvernig litlar breytingar verða á endanum stórar breytingar, mikilvægi þess iðka þakklæti og ganga á berum fótum reglulega til að tengja sig við jörðina.

Helgi Ómarsson og Erna Hrund Hermannsdóttir nutu þess að hlusta á Arnór Svein sem og aðra fyrirlesara kvöldsins.
Lovísa Anna Pálmadóttir, Unnur Pálmadóttir og Kristín Sam.
Þær Sandra Sif Magnúsdóttir, deildarstjóri H verslunar og Bryndís Rún Baldursdóttir, markaðsstjóri voru að vonum ánægðar með kvöldið.
Glæsilegar veigar frá MUNA voru á boðstólnum.
Gestum bauðst að smakka Töst.
Starfsfólk H verslunar tók vel á móti gestum.
Kolbrún Pálína Helgadóttir markaðskona ásamt Unni Pálmadóttur.

NÝLEGT