Search
Close this search box.
Ég er bara Sigurður Sævar

Ég er bara Sigurður Sævar

 

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.59.37

 

Segðu mér aðeins frá þér

Ég ólst upp að mestu í Vesturbænum þar til ég flutti hingað á Háaleitisbrautina árið 2011 og hef búið hér síðan. Ég hætti þó aldrei að vera Vesturbæingur og heimsæki ég vesturbæinn daglega þar sem vinir mínir eru margir þar og Vesturbæjarlaugin en þangað reyni ég að fara daglega og baða mig en ég æfði sund með KR í 11ár.

 

Screen-Shot-2018-03-12-at-21.07.41

Screen-Shot-2018-03-12-at-21.07.59

Hvenar vaknaði áhugi þinn á myndlist?

Þegar ég var 7 ára gamall fór ég á sýningu Ólafar Elíassonar í Hafnarhúsinu þá kveiknaði áhugi minn á myndlist. Fyrsta málinga kittið fékk ég svo í afmælisgjöf frá systur minni árið 2007 og það var þá sem ég gerði mitt fyrsta verk.

Screen-Shot-2018-03-12-at-21.00.31

 

 

Hvað er fyrsta verkið sem þú seldir, hvenar var það?

Ég seldi mitt fyrsta verk í kaupfélaginu Kjötborg árið 2008, ég bjó í næsta húsi við Kjötborg og þeir Gunnar og Kristján eigendur versluninnar tóku lítil 10×10 verk eftir mig í umboðssölu.

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.52.23

 

 

Nú hélstu 10 sýningar á mánuðu. Afhverju ákvaðstu að halda allar þessar sýningar á svona skömmum tíma?

Ég var að fagna 10 árum í bransanum, hver sýning hafði ákveðið þema og voru sýningarnar ætlaðar fygjendum mínum að sjá hvað ég hef gert á þessum fyrstu árum í listinni.

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.59.53

Screen-Shot-2018-03-12-at-21.00.50

 

 

Hvað geriru annað en að mála, áttu þér önnur áhugamál?

Ég er mikill sund áhugamaður þar sem ég æfði sund lengi með KR og er fátt betra en að taka sundsprett í Vesturbæjarlauginni. Svo má vera að ég komi stundum við í líkamsrækt eða taki hjólatúr.

  Screen-Shot-2018-03-12-at-20.53.54 

Hver eru þín uppáhalds verk eftir þig?

Háborgin þar sem ég mála byggingar eftir Guðjón Samúelsson arkitekt.

Screen-Shot-2018-03-12-at-21.19.46

 

 

Áttu þér fyrirmyndir í myndlistinni?

Nei, ég er bara Sigurður Sævar.

 

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.59.22

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.57.03

 

Hver er þinn uppáhalds íslensku listamður?

Ólafur elíasson, Erró, kristján davíðsson, Eggert Pétursson, Hjalti Parelíum og Þrándur Þórarinnsson. Ég á verk eftir alla nema Eggert, en Eggert er efst á óska listanum.

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.58.50

 

Tekur þú að þér sér pantanir fyrir fólk?

Já ég hef aðalega verið í því undanfarið, hægt er að panta í gegnum facebook.

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.57.55

Screen-Shot-2018-03-12-at-20.58.23

Screen-Shot-2018-03-12-at-22.52.36

Screen-Shot-2018-03-12-at-22.51.16

Facebook – Sigurður Sævar Magnúsarson 

Instagram – Sigurdursaevar 

 

Katrín Kristinsdóttir

NÝLEGT