…það er ef okkur langar til þess!
Höfundur: Coach Birgir
Það er nefnilega þannig að stundum höfum við virkilega gott af því að fara í 1-3 vikna frí og stinga allri okkar daglegur rútínu undir teppið á meðan. Gera einungis það sem okkar langar til að gera í stað þess að gera það sem við verðum eða þurfum að gera.
Sumarfríið, það er ef við ætlum ekki að sigra allan heiminn á þremur vikum, gefur okkur flott færi á að stokka rútínuna aðeins upp og leita eftir auknu jafnvægi bæði innra með og í lífinu í heild sinni.
Er ég að vinna of mikið, æfa of mikið eða lítið, sinna sjálfri/sjálfum mér nóg eða verja nægum tíma með mínum nánustu og bestu? Er eitthvað í lífinu sem mig langar að breyta, bæta eða gera öðruvísi? Hvernig líður mér og hvernig er orkubúskapurinn?
Og umfram allt hvað langar mig virkilega að verja tímanum í næstu dagana og eða vikurnar?
Þetta eru góðar og gildar spurningar og mikilvægt að spyrja sjálfan sig og sitt nánasta fólk þeirra reglulega. Erum við raunverulega að verja tíma okkar í það sem okkur langar að vera að verja honum í eða erum við kannski bara föst í viðjum vanans og finnum ekki leiðina út?
Æfingar í sumarfríinu
En fyrir þá sem hafa áhuga á að æfa svolítið í sumarfríinu þá er æfingin hér að neðan hinn fullkomni ferðafélagi og minnsta mál að gera hana eiginlega hvar sem og hvenær sem er þar sem allar æfingar eru gerðar með eigin líkamsþyngd. Fyrirkomulagið er líka virkilega einfalt og gott og ekkert mál að nýta það aftur og aftur með því að ýmist að færa til eða breyta einni og einni æfingu, taka út/stytta/lengja hlaupin og eða fækka/fjölga endurtekningum eða settum, allt eftir því hvað okkur langar hverju sinni.
Ekki er þörf á sérstakri upphitun fyrir æfinguna þar sem hún byrjar á hlaupi og setti sem auðvelt er að nota til upphitunar og tekur æfingin því raunverulega einungis 30-40 mínútur!
”Ég fer í fríið” æfing:
400m hlaup
Að því loknu gerum við 3 umferðir af eftirfarandi æfingum:
30 Bicycle Crunches/Hjólakviðkreppur
20 Uppstig (10 á hvorn fót)
10 Dýfur á stól, bekk eða annarri upphækkun
200m hlaup
Að því loknu gerum við 3 umferðir af eftirfarandi æfingum:
15 Fótalyftur
10 Framstig
5 Down Ups með armbeygju/ Súperfroskar
400m hlaup
Að því loknu gerum við 3 umferðir af eftirfarandi æfingum:
30 Mountain Climbers
20 Axlaflug á gólfi
10 Uppsetur
200m hlaup
Að því loknu gerum við 3 umferðir af eftirfarandi æfingum:
15 Súperman axlarflug
10 Hnébeygjuhopp
5 Burpees
400m hlaup
Að því loknu gerum við 3 umferðir af eftirfarandi æfingum:
30 Axlarklöpp í plankastöðu/Plank Shoulder Taps
20 Sumo Squats með hárri hnélyftu
10 V-Ups kviðkreppur
200m hlaup
Að því loknu gerum við 3 umferðir af eftirfarandi æfingum:
15 Armbeygjur
10 Mjaðmalyftur/Glute Bridge
5 Kassahopp eða langstökkshopp
Við óskum ykkur gleðilegs sumars og vonum að þið sinnið heilsunni, hreyfingunni og ykkur sjálfum eins vel og kostur er í fríinu.
Bestu kveðjur
Linda og Biggi
www.coachbirgir.com