Einfalt linsubaunaslasagne með ricotta og piparosti + basilpestó

Einfalt linsubaunaslasagne með ricotta og piparosti + basilpestó

6176646528_IMG_0616_1511719656424

Heilhveitipastaplötur

Ricotta ostur (má sleppa eða setja kotasælu í staðinn)

Grænmetislag

  • 2 venjulegir laukar
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1/2 box sveppir
  • Hálfur poki spínat
  • 1 rauð paprika
  • Fersk basilika (notar líka í pestó)
  • Krydd: Oregano,  pipar

Aðferð: Hvítlaukur + laukur steiktur þar til mýkist og svo bætt við sveppunum, papriku, spínati og kryddi. 

Linsubauna- og sósulag

  • Rauðar linsubaunir
  • 1 dós góð pastasósa
  • Krydd: Oregano, salt + pipar

Aðferð: Baunirnar skolaðar og soðnar í 10 mín. Vatnið tekið frá baununum og settar í skál. Bættu við pastasósunni og kryddi og hrærðu saman. 

Samsetningin í fatið:

  1. Linsubauna- og sósulag
  2. Grænmetislag
  3. Heilhveiti pastaplötur
  4. Ricotta ostur (eða kotasæla)
  5. Linsubauna- og sósulag
  6. Grænmetislag
  7. Heilhveiti pastaplötur
  8. Rifinn ostur og piparostur ofaná

Eldað á 200° í 25 mín

6176646528_IMG_0612

Basilpestó

  • Klettasalat
  • Fersk basilika
  • Salt + pipar
  • Ólífuolía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 hvítlauksgeirar
  • Ristaðar furuhnetur

Öllu blandað saman í matvinnsluvél. Smakkaðu til með salti + pipar, olíu og sítrónusafa.

6176646528_IMG_0620_1511719655996 Indíana Nanna

 

NÝLEGT