Einn fyrir alla, allir fyrir einn

Einn fyrir alla, allir fyrir einn

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.

Í Mottumars tekur félagið höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og aflar fjár fyrir mikilvægum stuðningi við karla og fjölskyldur þeirra.

Í ár ætlar Krabbameinsfélagið að endurvekjum Mottukeppnina. Með henni sýna karlar samstöðu sem skiptir öllu máli. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir.

Camelbak ætlar að leggja átakinu lið en 1000 krónur af hverjum seldum brúsa munu renna beint til Krabbameinsfélagsins. Hvetjum við því sem flesta til þess að skella sér á nýjan brúsa af þessu góða tilefni.

Verslaðu brúsann hér.

Rétt eins og segir á vef félagsins; „Hver einasti maður skiptir okkur máli – því segjum við „Einn fyrir alla, allir fyrir einn”“.

Fjármunum sem safnast í átakinu er varið til: 

  • rannsókna á krabbameinum sem greinast hjá körlum 
  • endurgjaldslausa ráðgjöf fagfólks og fjölbreytts stuðnings við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra
  • námskeiða, fræðslu og forvarna til að koma í veg fyrir krabbamein og fyrirbyggja erfiða fylgikvilla eins og á www.karlaklefinn.is 
  • Kynntu þér starfsemina nánar á www.krabb.is  

Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átakið er ómetanlegur. Hundruð einstaklinga og fyrirtækja hafa í gegnum tíðina jafnframt gefið alla sína vinnu, afnot af tækjum eða aðstöðu eða veitt mjög rausnarlegan afslátt. Þúsund þakkir til ykkar allra. 

Sölustaðir Camelbak eru:

H Verslun

Mottumars.is

Jói útherji

Sportbær

Garðarshólmi

Klæðakot

AIR

Ellingsen

Músík og Sport

Fjarðasport

Skóbúð Húsavíkur

Útilíf

Axel Ó

Stúdó Sport

Sportver

Fjarðarkaup

Nettó

A4

NÝLEGT