Search
Close this search box.
Einstakt álegg úr kjúklingabaunum

Einstakt álegg úr kjúklingabaunum

Linda Ben töfraði fram þessa dásamlegu hræru úr Muna kjúklingabaunum á dögunum og bar hana fram á fallegu súrdeigsbrauði. Við mælum svo sannarlega með.

Krydduð kjúklingabaunahræra

 • 300 g niðursoðnar kjúklingabaunir í krukku frá Muna
 • 2 tsk tahini frá Muna
 • 1 tsk túrmerik frá Muna
 • 1 tsk hvítlaukskrydd
 • 1 tsk laukkrydd
 • 1/2 tsk pipar
 • 1/4 tsk salt
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1 msk parmesan ostur eða næringarger
 • 1 msk steikingarolía frá Muna

Borið fram með

 • Súrdeigsbrauð
 • Klettasalat
 • Kirsuberjatómatar
 • Ólífu olía frá Muna

Aðferð:

 1. Setjið kjúklingabaunirnar í skál og stappið þær gróft með gaffli/kartöflustappara/annað.
 2. Bætið tahini út á skálina ásamt túrmeriki, hvítlaukskryddi, laukkryddi, pipar, salti, paprikukryddi og parmesan osti/næringargeri.
 3. Steikið upp úr 1 msk af steikingarolíu þar til öll blandan er orðin heit í gegn og osturinn bráðnaður.
 4. Ristið súrdeigsbrauðsneiðar og setjið kjúklingabaunahræruna ofan á ásamt klettasalati, kirsuberjatómutum og ólífu olíu.

www.lindaben.is

NÝLEGT