Ekki hægt að vera í topp keppnisformi alltaf

Ekki hægt að vera í topp keppnisformi alltaf

Þórólf­ur Ingi Þórs­son, ní­fald­ur Íslands­met­hafi í öld­unga­flokk­um frá 35 ára aldri og Íslands­meist­ari í hálfu maraþoni, er byrjaður að und­ir­búa hlaupa­árið 2022 með réttu mataræði, bæti­efn­um og hreyf­ingu. Við feng­um að skyggn­ast inn í líf hlaup­ar­ans. Hann seg­ir frá því í Heilus­blaði Nettó: 

„Fyr­ir mér er árið 2022 merki­legt vegna þess að í júlí eru 20 ár síðan ég tók þátt í minni fyrstu hlaupa­keppni eft­ir að ég varð full­orðinn,“ seg­ir Þórólf­ur og vitn­ar í Náms­flokka­hlaupið, sem þá var og hét, og hljóp hann þar 10 km. Mark­miðið hans var að hlaupa á und­ir klukku­stund, sem hon­um tókst, en hann lauk hlaup­inu á tím­an­um 54:39 mín­út­um. 

„Í mörg ár lagði ég ekki mik­inn metnað í hlaup­in og það tók mig lang­an tíma að kom­ast und­ir 40 mín­út­ur sem þótti ákveðinn múr til að brjóta. Á þess­um tíma var ég þó ekk­ert að að hugsa um svefn eða mataræði sem nú á hug minn all­an.“

Þurfti að gera meira

Í þess­um mánuði eru fimm ár liðin síðan Þórólf­ur ákvað að taka hlaup­in upp á næsta stig og verða best­ur í sín­um ald­urs­flokki á Íslandi. 

„Vissu­lega skipt­ir það miklu máli að vera bú­inn að vera lengi að í hlaup­um, það gaf mér kost á að auka álag á lík­amann og byggja ofan á grunn­inn. En ég þurfti að gera meira, til dæm­is gefa mér meiri tíma í end­ur­heimt og bæta svefn­inn. Síðustu vik­urn­ar fyr­ir stóra keppni þá hugsa ég um svefn sem síðustu æf­ingu dags­ins sem ég ætla að mæta í á rétt­um tíma.  Ég hef einnig vandað mig bet­ur með mataræði og passað að taka inn víta­mín og fæðubót­ar­efni sem virka fyr­ir mig,“ seg­ir hann. 

Mik­il­vægt að hvíla hug­ann

Þórólf­ur seg­ir hvert æf­inga­tíma­bil standa yfir í sex mánuði sem endi svo með keppni þar sem hann stefn­ir á bæt­ingu.

„Í dag eins og fyr­ir tutt­ugu árum þá keppi ég mikið, mun­ur­inn er sá að mikið af þeim keppn­um sem ég tek þátt í í dag nýti ég sem hluta af æf­inga­áætl­un­inni.  Það er nefni­lega ekki hægt að vera í topp keppn­is­formi allt árið.“

Að loknu sex mánaða æf­inga­tíma­bili og keppni tek­ur Þórólf­ur sér tveggja vikna frí þar sem hann hvíl­ist vel, tek­ur eng­ar æf­ing­ar og leyf­ir sér að slaka á í mataræðinu ef þannig ber und­ir.

„Hvíld­in er ekki ein­göngu lík­am­leg held­ur er mjög gott að hvíla hug­ann frá æf­ing­um og keppn­um og safna upp hungri í að fara að æfa aft­ur og keppa.“

NOW til að stuðnings við mat­inn

Þórólf­ur er stadd­ur í miðju æf­inga­tíma­bili fyr­ir vorm­araþon þessa dag­ana og seg­ir hann fókus­inn hingað til hafa verið á ró­leg hlaup og lyft­ing­ar sem und­ir­bún­ing fyr­ir hraðari æf­ing­ar þegar nær dreg­ur keppni. 

„Til stuðnings við mat­inn tek ég inn víta­mín frá NOW og fæðubóta­efni, það sem hef­ur reynst mér vel eru járn­töfl­ur, B12-víta­mín, D-víta­mín, Omega og Adam. Það virk­ar vel fyr­ir mig að bera magnesí­um-sprey á vöðvana, ég losna þannig við fóta­ó­eirð, sér­stak­lega á þetta við eft­ir gæðaæf­ing­ar seinnipart­inn eða á kvöld­in. Ég passa líka vel upp á að drekka vel af vatni eft­ir lang­ar ró­leg­ar helgaræf­ing­ar, líka þótt ákefðin sé ekki mik­il á æf­ing­unni, ég blanda einnig NOW steinefna­töfl­um við vatnið.“

Verslið vöruna hér.

Æfir inni dimm­ustu mánuðina

Þessa fyrstu mánuði árs­ins er veðrið oft erfitt og seg­ir Þórólf­ur það oft erfitt að taka góða æf­ingu úti.

„Þá nýti ég mér aðgang að lík­ams­rækt­ar­stöð og hleyp á hlaupa­bretti, þetta finnst mér vera stærsti kost­ur­inn við að taka stærstu keppni árs­ins að vori, að nýta dimm­ustu mánuðina í að æfa inni. Eft­ir því sem nær dreg­ur keppni tek ég svefn­inn fast­ari tök­um, ég var alltaf að taka inn NOW Magnesi­um Citra­te töfl­ur fyr­ir svefn­inn en svo byrjaði ég að taka inn NOW Maget­in sem inni­held­ur Magnesi­um L-Threona­te. Ég finn virki­leg­an mun á gæðum svefns­ins, ég er fljót­ari að sofna og sef bet­ur yfir nótt­ina.“

Kaupa vöruna hér.


1% bæt­ing í einu

Það er Þórólfi mjög hug­leikið að hvetja fólk til dáða þegar kem­ur að hreyf­ingu, hann seg­ir það skipta mestu máli að finna sér hreyf­ingu sem manni þykir skemmti­legt að stunda.

„Ef þú ert búin(n) að finna þína hreyf­ingu og ert á fullu að æfa og vilt verða betri þá mæli ég með að þú finn­ir eitt atriði, má vera mjög lítið, til að bæta næst þegar þú byrj­ar þína æf­ingalotu. Ég geri þetta í hvert skipti sem ég byrja nýja sex mánaða æf­ingalotu, ég hugsa um þetta sem 1% bæt­ingu.  Að hlaupa meira er ekki endi­lega að fara að skila betri ár­angri, en betri hlaupa­stíll, auk­in skrefatíðni, betri nær­ing, bætt­ur svefn eða betri and­leg­ur und­ir­bún­ing­ur mun kannski koma þér lengra.“

Lesa má lífstíls- og heilsublað Nettó hér.

Fylgjast má með Þórólfi hér.

NÝLEGT