Í dag föstudag, opnaði H verslun á nýjum stað að Bíldshöfða 9 þar sem öll fremstu merki í heimi heilsu fá að njóta sín enn frekar en H verslun selur meðal annars Nike, Now, Speedo og Muna.
Nýja verslunin sem alls er um 600 fermetrar mun sömuleiðis bjóða upp á nokkur ný og spennandi merki samanber Calvin Klein og fl . “Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og þar liggur fókusinn okkar. Sérstaðan okkar birtist í gæðum vörunnar sem við seljum, fólk þekkir og treystir á merkin sem við bjóðum enda eru þau öll leiðandi og fremst í sinni röð, hvert á sinn hátt,” segir Sandra Sif Magnúsdóttir, deildarstjóri verslana hjá Icepharma. Von bráðar opnar jafnframt nýr H bar í sama húsnæði þar sem hægt verður að næla sér í næringarríkar grauta- og jógúrtskálar og ljúffengt lífrænt kaffi. „Við elskum að flækja aðeins hlutina þannig við ákváðum að gera ekki eitt heldur allt sem við mögulega gátum á þessum tíma. Samhliða því að byggja nýja verslun þá ákváðum við að opna H bar og svo fara í endurmökun á H verslunar brandinu. Við unnum það með Ennemm og viljum þakka þeim kærlega fyrir að hafa haft hraðar hendur með okkur. Við breyttum um merki í lítið h sem einnig má líkja við hjartalínurit. Við erum með stórt hjarta og ætlum að hjálpa viðskiptavinum okkar bæta heilsuna á forsendum hvers og eins. Þess vegna heitum við H.“ Sjón er sögu ríkari en rýmið er allt hið glæsilegasta og tekur vel á móti viðskiptavinum en það var Sólveig Guðmundsdóttir Iðn- og lýsingahönnuður sem lagði hönd á plóg við útlitið. Sandra segist gríðarlega spennt að opna þennan heim heilsu og býður gamla og nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna.