Innihald:
- Græn epli
- Möndlusmjör (eftir smekk)
- Kanill frá Himneskri Hollustu (eftir smekk)
Aðferð:
Það er engin rétt eða röng aðferð en ég skal segja ykkur hvað ég gerði. Ég skar tvö eplin niður í þunnar sneiðar, raðaði þeim á disk (sem tók lengri tíma en ég þori að viðurkenna.. hvað gerir maður ekki fyrir fallega matarmynd?) Ég setti svo möndlusmjörið ofan á eplin og stráði kanil yfir. Einfaldara var það ekki! Ég stráði líka alls kyns fræjum og hnetum yfir, ég mæli með valhnetum og pekanhnetum en þær passa svo vel við kanil. Svo notaði ég líka graskersfræ en mér þykir þau ægilega góð. Í staðinn fyrir súkkulaðibita er til dæmis hægt að nota kakónibbur frá Himneskri Hollustu. Þar sem að þetta getur verið örlítið subbulegt þá mæli ég með að borða bitana með tannstöngli. Go nuts og njótið!
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu
Höfundur: Asta Eats