Hvað er betra en klassísk eplakaka í hollari kantinum sem bragðast undursamlega?
Í heilsublaði Nettó sem gefið var út á dögunum deilir Íris Blöndahl uppskrift að eplaköku sem hægt er að borða með góðri samvisku, enda uppistaðan í uppskriftinni epli, hafrar, kókos-mjöl og olía og sykurlaus sæta frá Good Good.
Því er um að gera að skella í uppskriftina hér að neðan og njóta góða bragðsins og allra meinhollu trefjanna.
Innihald
- 2 Græn Epli
- 2 dl Haframjöl frá Himneskri hollustu
- 2 dl Kókosmjöl frá Himneskri hollustu
- 2 msk Kókosolía frá Himneskri hollustu
- 2 tsk Kanill frá Himneskri hollustu
- 1 tsk Vannilludropar
- 2 msk Granulated stevia frá GoodGood
- Súkkulaði að eigin vali – ég nota oftast súkkulaðirúsínur
- Bláber
Aðferð
- Skerið epli niður í þunnar sneiðar og raðið í botn á eldföstu móti
- Blandið öllum hráefnum saman nema súkkulaði og bláberjum með sleif eða í hrærivél
- Stráið því yfir eplin
- Setjið það súkkulaði sem þið veljið ykkur yfir mulninginn
- Setjið inn í ofn á 200 gráður í 12-15 mínútur
- Berið fram með rjóma eða ís og bláberjum