Search
Close this search box.
Er allt klárt fyrir Eurovision

Er allt klárt fyrir Eurovision

Eins og þjóðin veit komst framlag Íslands í söngvakeppni evrópsku söngvakeppninnar áfram fyrr í vikunni. Það er því um að gera að byrja að undirbúa eins og eitt stykki gott Eurovision partý.

Eitt er víst að landsmenn bíða spenntir eftir úrslitakvöldi Eurovision 2022 sem fram fer annað kvöld. Þau gerast varla betri tilefnin til þess að koma saman, raða fallegum og góðum mat á bakka og njóta með drykk við hönd. Muna skellti nýverið í huggulegan partý-bakka en hugmyndina má einmitt nýta sér við hin ýmsu tilefni. Blandaðu saman öllu þínu uppáhalds og útkoman getur ekki klikkað.

Ostur, döðlur, síróp og ber er einfaldega blanda sem getur ekki klikkað.

Notaðu hugmyndaflugið þegar kemur að því að raða þínum uppáhalds hráefnum saman á bakka og mundu að það er ekkert sem ekki má. Að blanda fallegum blómum inn á milli gerir gæfumuninn fyrir þá sem kunna fallegt að meta.

Við segjum bara áfram ÍSLAND og geggjaða Eurovision helgi.

NÝLEGT