Þær Birna Sif Kristínardóttir og Bryndís Ottesen eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu eftir þrítugt en þær eru jafnframt þáttastjórnendur hlaðvarpsins Brestur sem hóf göngu sína árið 2022. Hlaðvarpið hefur notið mikilla vindsælda samhliða aukinni vitundavakningu um ADHD undanfarin ár.
Næstkomandi miðvikudag, þann 24. maí ætla þær stöllur að halda sitt fyrsta live show en það mun fara fram í í H verslun í boði NOW bætiefna. Húsið opnar kl. 19:30 og live showið hefst kl. 20:00. Eftir showið verður 20% afsláttur af öllum vörum í H verslun.
Þátturinn ber titilinn „Er hægt að vera heilbrigð með ADHD?“ Þar sem stelpurnar tala um áskoranir fyrir fólk með ADHD þegar kemur að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir verður viðmælandi kvöldsins.


Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir.
Ása Ninna Pétursdóttir talar ófeimin um lífið með ADHD. Það verður því skemmtilegt og fróðlegt að hlusta á hana í þættinum.
Þó svo að útgangspunktur hlaðvarpsins sé fyrst og fremst að vera upplýsandi vitundarvakning og jafningjastuðningur fyrir konur með ADHD leggja þær Birna og Bryndís mikið upp úr því að einblína á þá styrkleika sem fólk með ADHD býr jafnan yfir og að hlaðvarpið sé létt og skemmtileg afþreying sem gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á mannlegum málefnum.
Þetta er viðburður sem þú vilt ekki gleyma að mæta á!