Search
Close this search box.
Eru axlirnar að stríða þér? Þá skaltu prófa þessar einföldu en áhrifaríku styrktar- og liðleikaæfingar fyrir axlir.

Eru axlirnar að stríða þér? Þá skaltu prófa þessar einföldu en áhrifaríku styrktar- og liðleikaæfingar fyrir axlir.

Höfundur: Coach Birgir

Hvort sem þú ert að glíma við stífleika í öxlum, koma þér í gang aftur eftir meiðsli eða hreinlega þarft að bæta styrk og/eða liðleika í öxlum þá geta sértækar æfingar fyrir axlir og axlarsvæðið verið afar gagnlegar og komið til bjargar þegar þær eru stundaðar reglulega.

Með því að bæta reglulega inn styrktar- og liðleikaæfingum fyrir axlir getum við með tímanum aukið hreyfigetu og liðleika í öxlunum og þannig bætt axlarstarfsemina til muna auk þess að koma í veg fyrir lítil og mögulega stór meiðsli. Bónusinn er svo auðvitað sá að geta leyft stórum og vel mótuðum axlarvöðvunum að njóta sín í sundlaugunum eða á ströndinni í sumar.

En afhverju stífnum við í öxlunum

Ein algengasta ástæða verkja og/eða lélegrar hreyfigetu í öxlum er vegna langtíma kyrrsetu fyrir framan tölvu og/eða sjónvarp. Sökum einhæfrar og/eða ónægrar hreyfingar verða bæði vöðvar og liðir vanvirkir með tímanum og ýmsir kvillar, verkir og/eða meiðsli fara að gera vart við sig.

Þá getur slæm líkamsstaða og líkamsbeiting einnig skapað vandamál í kringum axlir með tímanum og því afar mikilvægt að huga að því hvernig við sitjum og stöndum með tilliti til réttrar bak- og axlarstöðu og reyna meðvitað að leiðrétta hana.

Hvað er hægt að gera til að hjálpa

Mæli ég heilshugar með því að leita sér aðstoðar annað hvort hjá sjúkraþjálfara eða einkaþjálfara ef axlir og efra bak hafa verið ómöguleg í langan tíma en slíkir sérfræðingar geta auðveldlega gripið inn í og aðstoðað eftir þörfum við að styrkja þá vöðva sem þarf að styrkja og efla bæði hreyfanleika og stöðugleika í vöðvum og liðum

Sama hvað það er sem veldur því að axlirnar eru ekki upp á sitt besta þá er hægt að ná góðum árangri og bata með því að gera reglulega einfaldar en áhrifaríkar styrktar- og liðleikaæfingar fyrir axlir.

Staðreyndin er nefnilega sú að þegar við missum færnina til þess að hreyfa ákveðna líkamsparta óhindrað, förum við með tímanum að takmarka okkur sjálf og hætta að gera margt sem okkur þykir bæði skemmtilegt og langar að geta gert.

Fer líkami okkar þá að vera hindrun í lífi og lífsgæðum sem á að öllu eðlilegu ætti alls ekki að vera þar!

7 góðar æfingar fyrir axlir

Neðangreindar sjö æfingar eru mjög góðar og gagnlegar til þess að efla bæði hreyfigetu, stöðugleika og styrk í öxlum. Þá eru þær allar mjög einfaldar í framkvæmd og það eina sem þarf til er æfingateygja sem hvorki er of stíf né laus.

Gott er að framkvæma æfingarnar 2-4 í einu u.þ.b. 2-3 sinnum í viku annað hvort sem viðbót við þær æfingar sem þú þegar ert að gera eða sem finisher á góðan göngu-, hjóla- eða skokktúr.

  • Lat Pull Downs með æfingateygju
  • Einnar handar Superman axlarflug
  • Liggjandi niðurtog með æfingateygju
  • Axlarflug á gólfi
  • Sitjandi róður með æfingateygju
  • Öfugt axlarflug á gólfi
  • Teygja í sundur/Pull Aparts með æfingateygju

Bestu kveðjur frá Kaupmannahöfn!

Coach Birgir

Hér má finna fleiri pistla eftir Coach Birgi

NÝLEGT