Eurovision: Djarft val eða tískuslys?

Eurovision: Djarft val eða tískuslys?

Það virðist samt vera að þegar saga Eurovision er skoðuð þá sést vel hvernig tíska í heiminum var í gangi fyrstu ár keppninnar en þegar síðustu ár eru skoðuð þá er nokkuð ljóst að klæðnaður keppenda á sér enga hliðstæðu í raunveruleikanum. Þetta eru oft á tíðum afar einkennilegir búningar sem eiga greinilega bara að vekja athygli enda vitum við það að allt sem er mjög áberandi vekur augað og við munum miklu betur eftir þeim atriðum en öðrum. 

Svíþjóð – ABBA með lagið Waterloo árið 1974

ABBA kom, sá og sigraði Eurovision með þessu sígilda lagi sem er vinsælt enn í dag. Hljómsveitin er þekkt fyrir einstakan stíl og voru áberandi í keppninni á sínum tíma.

https://www.youtube.com/watch?v=3FsVeMz1F5c

Bretland – Olivia Newton John með lagið Long Live Love árið 1974

Grease stjarnan Olivia Newton John keppti fyrir hönd Bretlands og hafnaði í 4. sæti. Olivia keppti í ljósbláum kjól sem náði niður í gólf og minnti helst á náttkjól. Hún er algjört krútt í þessu dressi.

445b98292733574d11475c3c6804e706

Írland – Sheeba með lagið Horoscopes árið 1981

Blár spandex galli sem hefur þótt virkilega framúrstefnulegur á þessum tíma.

Shebba H Magasín

Bretland – Bucks Fizz með lagið Making Your Mind Up árið 1981

Þetta var algjörlega ógleymanleg stund þegar þessi stigu á svið, öll svakalega flott í gulu, rauðu, grænu og bláu. Þær í síðum pilsum sem þeir síðan kippa af þeim og þá eru þær í rosalega stuttum pilsum. 

ONE-USE-Bucks-Fizz--1981

https://www.youtube.com/watch?v=FVvz7NA28CM

Frægt atriði frá keppninni árið 1985

Lill Lindfors, kynnir keppnarinnar, flækti pilsið sitt á leið á sviðið sem átti að hrista upp í áhorfendum en þetta var hrekkur sem átti að vera mjög sniðugur og þótti það sjálfsagt á sínum tíma.

https://www.youtube.com/watch?v=7Tmk23i4giE

Ísland – Icy með lagið Gleðibankinn árið 1986

Lagið var sungið á íslensku og hafnaði í 16. sæti af 20 lögum. Dressið alveg í takt við tískuna á þessum tíma.

Tumblr_inline_mhqo8pDwQl1qz4rgp

Mynd eftir Gunnar V. Andrésson

https://www.youtube.com/watch?v=eGegovbGTOg

 

Sviss – Celiné Dion með lagið Ne Partez Pas Sans Moi árið 1988

Celiné Dion keppti fyrir hönd Sviss árið 1988 og sigraði keppnina. Hún er líklega stærsta stjarnan sem við höfum nokkurntíman séð á Euro sviðinu.

Celine1

Ísrael – Dana International með lagið Diva árið 1998

Dana International var fyrsti kynskiptingurinn til að taka þátt í Eurovision en hún var í jakka sem var eins og páfagaukur en hún hristi aldeilis upp í keppninni.

Danainternational101_v-ardgalerie

Ísland – Silvía Nótt með lagið Congratulations árið 2006

Hvernig eigum við að lýsa þessu? Þetta er eins og Silvía Nótt hafi verið að reyna að ná því að vera eins og dragdrotting í páfagaukalíki en þetta passaði henni mjög vel og karakternum sem hún var í.

Silvía Nótt

Aserbaijan – Aysel & Arash með lagið Always árið 2009

Það hefur alveg gleymst að segja henni að það vantar hluta af buxunum hennar. Hún fær þó rokkstig fyrir að reyna.

Azerbaijan

Moldóva – Zdob și Zdub með lagið So Lucky árið 2011

Það hefði mátt halda að þau væru að mæta í prufur fyrir einhvern barnaþátt. Þetta er nú líklegast ekki eitthvað sem kemur í tísku á næstunni.

Moldova-Zdob-i-Zdub-perfo-003

Írland – Jedward bræðurnir með lagið Lipstick árið 2011 og lagið Waterline árið 2012

Bræðurnir voru fyrstu keppendur í sögu Eurovision til að keppa tvö ár í röð. Lipstick endaði í 8. sæti en Waterline í 19. sæti. Allt snýst um læti, glans og glimmer hjá þessum strákum og fara þeir langt, langt yfir strikið hvað varðar búningaval. 

Jedward

Article-1337767863614-133cde19000005dc-318437_636x439

Moldóva – Aliona Moon með lagið O mie árið 2013

Lagið hafnaði í 11. sæti í keppninni sem haldin val í Malmö í Svíþjóð. Hreint út sagt ótrúlegur kjóll sem stækkar og skartar allskonar myndum og litum.

Moldova

Eurovision_moldova

https://www.youtube.com/watch?v=xckgLUv73Jc

Svartfjallaland – Slavko Kalezić með Space í keppninni nú í ár.

Slavko keppti á fyrra undanúrslitakvöldinu með Svölu okkar Björgvins. Hann vakti mikla athygli og þá sérstaklega fyrir u.þ.b. tveggja metra fléttu sem hann sveiflar um á sviðinu.

Wsi-imageoptim-montenegro4

DSC_2756

Höfundur: H Talari

 

 

NÝLEGT