Eurovision tal: Hófí Samúels

Eurovision tal: Hófí Samúels

Hvað finnst þér skemmtilegast við Eurovision?

Öll skemmtilegu lögin sem keppnin færir okkur og svo gleðin og stemningin sem myndast í kringum keppnina á hverju ári. Þetta er bara veisla sem ég vil ekki missa af.

Hofy_Eurovision

Hólmfríður Ósk. Hún er að eigin sögn orðin virkilega spennt fyrir vikunni.

Hvert er þitt uppáhalds íslenska Eurovision lag?

Af þeim lögum sem við höfum sent út er það Nína. Svo eru svo mörg lög úr forkeppninni í uppáhaldi, t.d. Í síðasta skipti, Í kvöld, Eftir eitt lag, Easy to fool og Andvaka.

Hvert er þitt uppáhalds Eurovision lag allra tíma?

Ég get ekki valið eitt! Heyr mína bæn og Dansaðu vindur eru dæmi um meiriháttar lög sem keppnin færði okkur (Non Ho L´eta – Ítalía, 1964 og One more time – Svíþjóð ´96 ). Monster like me (Noregur, 2015) er í miklu uppáhaldi. Waterloo (Svíþjóð,1974), I’m not afraid to move on (Noregur 2003), Satellite (Þýskaland 2010) eru önnur dæmi og ég get haldið áfram. Svo á ég eitt uppáhalds lag sem komst ekki í aðalkeppnina. Það heitir You´re my world og tók þátt í Melodifestevalen 2009!

Ertu ánægð með framlag okkar í ár? Hvernig helduru að okkur muni ganga?

Já ég er mjög ánægð með okkar framlag í ár. Lagið er gott og Svala er mikil fagmanneskja. Ég er bjartsýn á að Paper komist áfram og vil klárlega sjá það í topp 10!

18274684_10211116487126821_7925648653669419472_n

18193670_10211090262271216_17585024024546053_n

18193754_10211089403969759_6213027617496610404_n

Flottar myndir af Svölu og teyminu á bakvið framlag Íslands í ár. Myndirnar eru teknar af Facebook síðu Svölu.

Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár?

Ég hef ekki náð að hlusta á öll lögin en þó flest. Portúgalska lagið heillar mig og svo finnst mér Ítalska lagið hrikalega skemmtilegt.

Hver heldur þú að vinni keppnina í ár?

Portúgal eða Ítalía.

https://www.youtube.com/watch?v=9CHsdrtqSqw

Höfundur: H Talari / Hófí

 

NÝLEGT