Eva Ruza í Nærmynd

Eva Ruza í Nærmynd

Fullt nafn?

Eva Ruza Miljevic

Hjúskaparstaða?

Ég er gift þolinmóðasta manni sem gengur um á jörðinni, honum Sigga mínum. Ég ætla að misnota aðstöðu mína hérna og útnefna hann sem „Eiginmann ársins 2017“…eða bara „Uppáhalds maður Evu Ruzu“ síðustu 17 ár eða alveg aftur til ársins 2000. Þá datt hann í lukkupottinn og fann athyglissjúkustu og blíðustu stúlku sem hann hefði getað fengið. Kannski fékk einhver tár í augun núna því þetta var svo fallegt svar hjá mér við mjög svo einfaldri spurningu.

14199327_10153903289263297_7210370689398968190_n

12004939_10153151685313297_5984678594209890076_n

Uppáhalds matur og drykkur?

Þar sem ég er sjálftitlað andlit Bai drykkjarins á Íslandi þá er það að sjálfsögðu uppáhaldsdrykkurinn minn. Vatn er alltaf í fyrsta sæti en það er bara svo hryllilega leiðinlegt svar. Ég hef alltaf verið vandræðalega mikill pizzuaðdáandi og ég þakka fyrir að Guðni Th., sá mikli öðlingur, skuli ekki hafa vald til að banna ananas á pizzur því mér finnst ekkert betra en pizza með skinku, ananas og extra osti. Ég mundi sátt taka einn ískaldan Bai og pizzuna mína með mér á eyðieyju.

15676566_10154297870178297_6463812233607418554_o

Þær komu sér fyrir í töskunni minni og á húfunni minni og hlupu svo yfir handlegginn á mér þegar ég ætlaði að kippa dótinu úr bílnum.

Hvað óttast þú mest?

Fyrir utan hræðsluna um að eitthvað komi fyrir fólkið mitt, sem er held ég eitthvað sem allir hræðast, þá er ég svo sjúklega hrædd við mýs að það er svakalegt. Ég vissi ekki að ég væri hrædd við þær fyrr en ég keyrði um bæinn með tvær sem höfðu skotist inn í bílinn í sveitinni og húkkað sér far með okkur í bæinn. Þær komu sér fyrir í töskunni minni og á húfunni minni og hlupu svo yfir handlegginn á mér þegar ég ætlaði að kippa dótinu úr bílnum. Skemmst frá því að segja var ég heppin að vera ekki hjartveik, því þá væri ég ekki í þessu viðtali.

14352394_10153915771328297_6252522104736527835_o

Ertu hjátrúarfull?

Nei ég get ekki sagt að hjátrúin trufli mig mikið, en ég viðurkenni samt að ég geng ekki undir stiga ef ég kemst hjá því og myndi bölva ef spegill myndi brotna. Annars er ég nokkuð róleg með hjátrúna.

Hvert er draumaferðalagið?

Hugurinn fer á flug þegar ég les þessa spurningu. Mig hefur alltaf dreymt um að fara til Hawaii og dvelja þar á mesta lúxushóteli sem finnst á eyjunni. Kaupa mér strápils, sveipa blómakransi um hálsinn og húlla með innfæddum. Ég myndi að sjálfsögðu taka mannlega GPS tækið mitt með, hann Sigga minn og börnin okkar tvö. En ég kalla hann Sigga GPS af einni augljósri ástæðu. Ég er áttavilltasta manneskja í heiminum, kalt mat, og ætli ég væri ekki týnd einhversstaðar í heiminum ef hans nyti ekki við. Balí hefur líka alltaf heillað mig, Dóminíska lýðveldið… u name it. Blár sjór, hvítur sandur, framandi umhverfi og hiti. Ég þarf í rauninni ekkert meira.

14322411_10153918487743297_430146531493401882_n

Hvaða manneskju líturðu mest upp til?

Ellen DeGeneres er mitt mesta uppáhald. Þvílíkur sólksinsbolti sem sú kona er. Hún er góð, fyndin og hefur samúð með fólki. Þessir þrír þættir eru eitthvað sem allir ættu að tileinka sér. Ég held að hún sé manneskja sem allir geta litið upp til, fundið hlýju og flissað smá í leiðinni. Mamma og pabbi eru líka þau sem ég lít upp til og ég verð sátt ef ég næ að setja tærnar þar sem þau hafa hælana.

Hvert er móttóið þitt?

Mottóið mitt er að hafa gaman að þessu lífi. „Stay where the sun shines“ og ef hún skín ekki þá býrðu til þína eigin sól!

926682

Hvar myndirðu helst vilja búa?

Ég er nokkuð viss um að ég fæddist á vitlausri eyju. Eyjan sem átti að senda mig á var pottþétt nær hitabeltiseyjunum, en einhver rangeygður sendi mig til Íslands. Ég er mesta kuldaskræfa sem þú finnur, sem vill alltaf vera berfætt. Ég hlýt bara að hafa lent á vitlausum stað. En veistu ég myndi engu vilja breyta. Hér búum við á lítilli, öruggri eyju í Atlantshafi og búum við þann lúxus að börnin okkar geta leikið sér í langflestum tilvikum, örugg úti. Ég bið ekki um meira. Frelsið sem við höfum hérna á Íslandi er eitthvað sem við gleymum stundum.

Ég seig 15 metra niður úr loftinu á sviðið næstum beint ofan á Guðna Th. forseta og sprellaði á milli atriða.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Ég er búin að fá að taka þátt í svo mörgum skemmtilegum verkefnum í gegnum tíðina að ég get varla valið. En ætli það skemmtilegasta sem ég geri sé ekki að standa á sviði með míkrafón og láta gamminn geisa á einhverjum stórum viðburðum. Nú síðast var ég kynnir í Eldborgarsal á styrktartónleikum þar sem ég kynnti rjómann af tónlistarfólkinu okkar á svið. Ég seig 15 metra niður úr loftinu á sviðið næstum beint ofan á Guðna Th. forseta og sprellaði á milli atriða.

17015930_1655887977760414_5837400172590040467_o

17017001_1655888094427069_7611455592795839431_o

Eva Ruza

Hvað geturðu sagt okkur um þig sem fáir vita?

Ég gekk um í sérsmíðuðum skóm þegar ég var yngri því ég var svo hrikalega mikill flækjufótur. Mamma hafði áhyggjur af því að ég yrði dettandi þar til ég yrði fimmtug og lét því sérsmiða á mig skó. Ég var með svo ferlega mikinn plattfót og snúna ökkla. Skórnir voru eins og einhverjir bölvaðir skíðaklossar upp um alla leggi. Ég skemmdi líka flest gleraugu sem ég gekk með. Annaðhvort með því að hlaupa á ljósastaur á fullri ferð eða einfaldlega stíga ofan á þau. Greyið mamma og pabbi. Þau áttu fullt í fangi með að gera mig að gyðjunni sem ég er í dag.

IMG_20170211_130033

Hvaða persóna úr bíómynd myndirðu helst vilja vera og af hverju?

Allie úr Notebook. Þarf ég að skrifa ástæðuna…*hóst*Ryan*hóst*Gosling*hóst. En Notebook er mín allra uppáhalds og ég held að ég gæti alveg rúllað Allie hlutverkinu mjög vel upp með vini mínum Ryan.

13221357_10153626491458297_8862812117825671208_o

Hvar sérðu þig eftir 10 ár?

Ég verð líklegast á fullu að setja innsigli á bílinn hjá tvíburunum mínum sem verða 18 ára eftir 10 ár og nýkomin með bílpróf. Set innsiglið þannig á að þau komast ekki hraðar en ca. 20 km/klst. Svo bíð ég með bauga eftir að þau komi heil heim þegar þau fara út að skemmta sér. Ég verð eiginlega að fara að vinna mér í haginn núna strax. Ég sé fram á að verða frekar upptekin unglingamamma þarna eftir 10 ár. En það sem ég stefni í rauninni á er bara að hafa gaman að því sem ég verð að gera þá. Því ég ætla svo sannarlega ekki að gera neitt sem mér finnst leiðinlegt. Ég veit aldrei hvað bíður mín handan við hornið.

13920517_10153824491333297_758212950676222103_o

Eitthvað að lokum sem þú vilt segja okkur?

Krakkar!! Addiði Gaman Ferðum á Snapchat: gamanferdir. Ég ætla að tæta til London þann 21 apríl og fara á Bruno Mars tónleika og gefa ykkur allt fjörið beint í æð í gegnum snappið! Annars finnið þið mig eldhressa inn á minni eigin sjónvarpsstöð á Snapchat: evaruza. Líka á Instagram og Facebook. Plöggi lokið.

IMG_2221

Höfundur: Eva Ruza / H Talari

 

NÝLEGT