Fallega Ísland

Fallega Ísland

lt;p class=“oneimgcenter“>Í helgarfríum og frítímum finnst mér mikilvægt að gera það sem gleður og veitir manni hamingju og mætti ég vera enn duglegri við það. Við gerðum okkur ferð út á land einn Laugardaginn, keyrðum um landið í átt að Selfossi niður kambana og enduðum á Seljarlandsfossi, því svæði í kring og kíktum svo inn í Gljúfrabúa sem var örlítið meira blautt og kalt en búist var við. Veðrið var rosalega gott þann dag sem gerði daginn enn betri og fallegri. 


Seljarlandsfoss er mikil náttúruperla og finnst mér alltaf jafn fallegt og gaman að fara að þeim foss og labba í kringum hann ef færi gefst. Mér hefur alltaf langað til að fara inn í Gljúfrabúa hann er smá ganga við hliðiná Seljarlandsfoss. Mikilvægt er að vera í góðum skóm og úlpu því það er smá bras að komast inn að fossinum, vaða í vatninu á milli steina sem gerir þetta bara skemmtilegra ef maður er klæddur vel fyrir það. Ég ætla vera duglegri í sumar að fara skoða landið okkar þó veðrið sé ekki upp á sitt besta þá er alltaf hægt að gera sér glaðan dag og hafa gaman með góðum vinum og fjölskyldu. Ég gerði mér smá “to do“ lista fyrir sumarið, það sem er á listanum er að labba niður að Kerinu, fara í Reynisfjöru, skoða Þingvelli, hótel gisting út á landi og svo margt fleira sem vonandi gefst tími fyrir.

Dsc02009-01 Img_2633

Unnamed-8_1530301796555
Hvet ykkur til að gefa ykkur tíma og skipuleggja skemmtilegar óvæntar ferðir með ykkar fólki, gefur manni gleði í hjartað og góðar minningar 

Img_2638

Góða helgi  – Karitas Óskars 

NÝLEGT