Search
Close this search box.
Fataskápurinn á morgnana

Fataskápurinn á morgnana

Fataáhugi minn byrjar fyrir alvöru þegar ég fór í fjölbraut en þá pældi ég mikið í hverju ég klæddist. Ég fór þá að venja mig á það að taka myndir af mér áður en ég fór í skólann til þess að búa til fata albúm í símanum með allskyns hugmyndum. Ég viðurkenni það að ég gleymi því stundum en þetta er algjör snilld að vera með svona albúm, sérstaklega þegar maður er hugmyndalaus á morgnana og hefur ekki tíma til þess að standa löngum stundum fyrir framan fataskápinn. 

Ég ætla að sýna ykkur tvö outfit sem ég klæddist í síðstu viku. 

Hugmynd3

Röndóttur langermabolur – Galleri 17 / Bleikur pels – Gina Tricot / Svartar gallabuxur – Gina Tricot / Nike skór – Nike air max 95 LX  

Hugmynd5

Peysa – Asos / Gallabuxur – Topshop(Jamie)/ Sokkar – Nike uppháir/ Nike skór – Air Force 1

 

Ég er mjög oft í sneakers, mér finnst það lang þægilegast og það hentar við öll dress. Mér finnst mjög gaman að skoða Pinterest og fá allskyns hugmyndir. Einnig fylgi ég mörgum flottum Instagram skvísum sem hafa gaman að því að klæðast fallegum flíkum, eins og til dæmis Hrefna Dan, Andrea Röfn og Móa  

11975d6d59f8b2c1ee6203589c8e3f36

Hugmynd12

1f7c6ec0f0fceffe297780d331b98147

Db2883dbc7d4c2e8216e5180f59cdb5c

Endilega haldið áfram að fylgjast með mér á instagram! Ég þarf að vera duglegri að deila með ykkur allskyns hlutum og því sem ég geri á daginn í story!

Þangað til næst! 

Aldís Ylfa

NÝLEGT