Fíkjur innihalda “ficin” sem sundrar próteinum og er gott fyrir meltinguna og eru ríkar af A og B vítamínum, amínósýrum og eru án fitu og kólesteróls. Þá eru fíkjur sömuleiðis ríkar af kalki og járni.
Það er því ekki úr vegi að bæta fíkjum við matarræðið okkar og þá kemur sér vel að eiga gott fíkjusnakk við höndina. Við fengum því hana Ebbu Guðnýju til þess að deila með okkur uppskrift að gómsætu fíkjusnakki.
Fíkjusnakk Ebbu Guðnýjar
- 1 poki fíkjur frá Himneskri Hollustu
- 1 msk ólífuolía frá Himneskri Hollustu
- 1 dl sesamfræ frá Himneskri Hollustu
- 2 msk agave síróp frá Himneskri Hollustu
Þurristið sesamfræin á pönnu, færið á disk. Setjið fíkjurnar á meðal heita pönnu og dreifið olíu. Veltið þeim á pönnunni í ca. 5 mín með spaða. Bætið sírópi saman við og lækkið hitann og veltið þangað til að fíkjurnar eru allar þaktar sírópi. Takið af hita og kælið lítilega, bætið þá sesamfræum saman við fíkjurnar og hrærið í þangað til fíkjurnar eru þaktar sesamfræum.
Borðið og njótið!