Finnur Orri: Fótboltinn og daglegt líf

Finnur Orri: Fótboltinn og daglegt líf

Fullt nafn?

Finnur Orri Margeirsson.

Hjúskaparstaða?

Í sambandi. 

Staða inn á vellinum?

Djúpur miðjumaður.

11838844_755541947885544_1739543838054459901_o

Uppáhalds matur?

Akkúrat núna er það pizza frá Saffran með ananas, döðlum og fleiru.

Besta bíómyndin?

Ég held ég verði að segja Gladiator.

Hvaða þætti ert þú að horfa á núna?

Ég var að klára The People vs. OJ á Netflix. Mjög góðir þættir, mæli með þeim.

Hvert er draumaferðalagið?

Það yrði einhverskonar blanda á milli þess að fara í sólalandaferð og skíðaferð, mögulega væri það hægt í Bandaríkjunum. Eyða nokkrum dögum í Aspen og fljúga svo suður í sólina til Flórída.

17554750_10206505408072581_69363527_n

Hvað finnst þér skemmtilegast við að spila fótbolta? 

Það er fátt skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki, þannig það er mögulega það sem gefur manni mestu ánægjuna. En svo er það svo ótrúlega margt annað, fótbolti hefur gert mér kleift að ferðast mikið og eignast mjög marga góða vini. Það er alltaf gaman að mæta inn í klefa og hitta liðsfélagana.

Stundar þú einhverja aðra hreyfingu en fótbolta? 

Já ég spila golf þegar tími gefst, það getur verið afslappandi að labba nokkrar golfholur. Ég hef í gegnum árin verið á snjóbretti en hef ekki náð að sinna því eins og ég væri til í, en það getur verið orku- og tímafrekt. Síðan væri það ekki vinsælt að koma slasaður úr fjöllunum og ekki getað spilað fótbolta. Svo er það nýjasta að stunda sjósund, en það er orðin góð rútína að fara í sjóinn einu sinni í viku og synda.

Með hvaða félagsliðum hefur þú spilað?

Ég er úr Kópavoginum og er uppalinn í Breiðablik. Ég spilaði eitt tímabil með Lillestrøm í Noregi og gekk síðan til liðs við KR árið 2015.

1014457_10152327949124860_1005323643_n

Eftirminnilegasti fótbóltaleikur sem þú hefur spilað?

Sigurleikur í Evrópukeppninni árið 2013 með Breiðablik út í Austurríki. Eftir leikinn stóðu stuðningsmenn andstæðingsins upp og klöppuðu fyrir okkur, það var svakalegt!

Hvað borðar þú daginn fyrir leik?

Daginn fyrir leik þá snýst mataræðið mitt um að borða hollt og hlaða sig upp af kolvetnum, en það er ekkert eitt ákveðið sem ég borða yfir daginn svona daginn fyrir leik. Ég er  hins vegar með nokkuð fasta morgunrútínu. Ég byrja flesta daga á að fá mér vatnsglas og rauðrófusafa. Síðan steiki ég mér tvö egg og fæ mér hafragraut. Þegar ég geri hafragrautinn heima set ég í hann chia fræ, kókosolíu og banana og set svo út á hann kanil, döðlur og möndlumjólk

17554913_10155130540069431_2138541772_n

Hvað borðar þú á leikdegi? 

Þegar það kemur að leikdegi þá reyni ég að borða mikið fyrripart dags og eitthvað létt þegar það líður á daginn til þess að ég sé ekki of þungur í maganum þegar það kemur að leik. Ég fæ mér egg og hafragraut um morguninn og ef það er ekki sameiginlegur matur hjá liðinu þá verður Gló lang oftast fyrir valinu sem hádegismatur. Eftir hádegismat þá eru oft ca. 6 klst í leik og þar á milli fæ ég mér eitthvað létt eins og boost, rauðrófusafa og gott brauð en ég passa að fá mér ekki of mikið. Síðan drekk ég mikið vatn yfir daginn. Mér finnst best að taka með mér orkumikinn boost í klefann sem ég drekk beint eftir leik til þess að flýta fyrir endurheimt.

Tekur þú einhver bætiefni, ef svo er hvaða bætiefni tekur þú og af hverju? 

Ég tek lýsi og D-vítamín á morgnana. Ég tek glútamín og ZMA þegar það er mikið æfinga- eða keppnis álag. Svo tek ég meltingagerla á hverjum degi.

Ert þú með einhverja hjátrú fyrir leiki? 

Nei ég hef reynt að venja mig af því. Ég var oft með einhverja smámunasemi þegar ég var yngri en það er bara best að hafa ekkert of mikið að hugsa um þegar maður er að fara að keppa.

Hvaða takkaskóm spilar þú í?

Ég spila í Nike Magista, ég var alltaf að flakka á milli skótegunda og hafði ekki fundið akkúrat mína týpu. Svo þegar Nike gaf út CTR360 þá smellpössuðu þeir og eru þægilegustu skór sem ég hef spilað í. Nike skipti svo út CTR fyrir Magista þannig ég fór yfir í þá og hef haldið mig við þá þar sem þeir virka fyrir mig.

Hvað finnst þér sérstaklega mikilvægt til að ná árangri í íþróttum?

Hafa metnað fyrir því sem maður er að gera og alltaf að ýta sér lengra í sínum æfingum eða í því sem maður er að gera. Mikilvægt er að vinna litlu sigrana og njóta þeirra og halda svo áfram að ýta sér áfram að næsta markmiði. Þegar það kemur að því að reyna að bæta sig þá verður maður að stíga út fyrir það sem maður þekkir og þora að gera mistök. Gott er að hugsa um það sem tilraun frekar en mistök.

Hvernig leggst sumarið í þig?

Mjög vel, við enduðum seinasta sumar á góðum nótum og höfum verið að vinna í að byggja ofan á það. Við erum komnir með breiðari hóp en í fyrra og æfingarnar hafa verið góðar og kraftmiklar en við munum klárlega taka það með okkur inn í sumarið. Við munum fara aðeins seinna í æfingaferðina núna og komum heim stuttu fyrir mót þannig að við ættum að mæta ferskir til leiks.

13151401_10154132042542230_941914400254546352_n

Er undirbúningurinn hjá KR fyrir sumarið búinn að vera góður? 

Já hann hefur verið góður, undirbúningstímabil á Íslandi er eitt það lengsta sem þekkist þannig það þarf að hafa gott skipulag. Það gengur kannski ekki að fara á fullt alveg í byrjun nóvember og ætlast til þess að toppa í maí eða júní. En við höfum unnið okkur upp frá því fyrir áramót og erum að skerpa meira og meira á okkur með hverri vikunni. Síðan endum við á því að fara í æfingaferð til Spánar rétt fyrir mót til þess að klára okkar undirbúning.

Hvernig lítur hefðbundin æfingavika út hjá þér núna?

Við erum á hefðbundnum fótboltaæfingum á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Við fótboltaæfingarnar bætast styrktaræfingar, a.m.k. tvisvar sinnum í viku. Á miðvikudögum er Hot Yoga fyrir allt liðið og svo er oftast einn leikur í viku sem kemur þá í staðinn fyrir hefðbundna fótboltaæfingu. Síðan fer ég alltaf í sjósund með félögum mínum á miðvikudögum.

Höfundur: Finnur Orri Margeirsson / H Talari

 

 

NÝLEGT