Finnur þú fyrir tíðaverkjum og fyrirtíðaspennu?

Finnur þú fyrir tíðaverkjum og fyrirtíðaspennu?

Heilsa og líðan okkar kvenna byggir m.a. á að hormónakerfi okkar sé í jafnvægi en alltof margar konur nú til dags eru að glíma við hormónaójafnvægi og er fyrirtíðaspenna og einkenni sem tengjast tíðahring okkar hvað algengust. Þar má nefna einkenni eins og slæmir krampakenndir tíðaverkir, skapsveiflur, höfuðverkir, vökvasöfnun, aukin matarlyst, þreyta, o.fl. Það jákvæða er að við getum sjálfar haft svo gríðarleg áhrif á hormónakerfi okkar til hins betra því oftar en ekki er það lífsstíllinn okkar sem er að hafa mestu áhrif á hormónin okkar. 

Nýlega kom á markað ný vara frá Now sem heitir Cycle Comfort sem var sérstaklega sett saman til þess að draga úr tíðaverkjum og öðrum fyrirtíðaspennu einkennum fyrir blæðingar. 

Streita, hreyfingarleysi, svefnleysi ásamt toxískum efnum í fæðu ýtir verulega undir ójafnvægi á hormónakerfinu okkar sem síðan leiðir til þess að við upplifum ýmis óþægindi og einkennni í tengslum við tíðahringinn okkar. Við þurfum því að taka málin í okkar hendur og skoða hvað það er í okkar daglegu venjum sem er að trufla þetta jafnvægi og vinna að því að koma hormónunum í gott stand og jafnvægi þannig að við upplifum meiri vellíðan í kroppnum. T.d. hvort við séum að næra okkur nægilega vel fyrir 

hormónin okkar? Erum við að stunda reglulega hreyfingu og útiveru? Hvernig er svefninn hjá okkur og streitustigið? Þetta eru þessir undirliggjandi þættir sem verða að vera í lagi hjá okkur fyrir gott hormónajafnvægi. 

Það er ógrynni til að ýmsum náttúruefnum sem hafa áhrif á hormónin okkar og nýlega kom á markað ný vara frá Now sem heitir Cycle Comfort sem var sérstaklega sett saman til þess að draga úr tíðaverkjum og öðrum fyrirtíðaspennu einkennum fyrir blæðingar. Þetta er blanda samansett úr engiferi og sínki en bæði þessi efni hafa verið rannsökuð í klínískum rannsóknum þar sem sýnt hefur verið fram á jákvæð áhrif þeirra og virkni gegn tíðaverkjum. Engifer jurtin hefur verið gríðarlega mikið rannsökuð í gegnum tíðina en hún er mjög virk lækningarjurt sem hefur sterka bólgueyðandi virkni en slæmir tíðaverkir myndast aðallega vegna of mikillar framleiðslu á bólgumyndandi prostaglandínum. Engifer og sínk draga bæði úr framleiðslu þessara bólgumynandi efna og hafa þannig mild verkjastillandi áhrif.

Það er gott að taka Cycle Comfort t.d. 1 degi fyrir blæðingar og svo áfram fyrstu 3 dagana 1 stk töflu 3x yfir daginn til að slá á mestu einkennin  og hvíla svo þar til í næsta tíðahring.

Facebook: Ásdís Grasa

Snapchat: Ásdís Ragna

Höfundur: Ásdís Ragna Grasalæknir 

NÝLEGT