Search
Close this search box.
Fjallgönguröð Houdini

Fjallgönguröð Houdini

Houdini á Íslandi og Fjallastelpurnar Anna Kristín Sigurpáls og Helga P. Finnsdóttir efna til fjallgönguraðar í sumar. Göngurnar verða þrjár og allar í nánd við Höfuðborgarsvæðið. Anna og Helga eru alvanar fjallageitur og hlakka til að leiða hópinn þessar þrjár göngur. Fyrsta gangan verður farin miðvikudaginn 9. júní næstkomandi. Gengið verður á Kerhólakamb á Esju og hentar gangan flestum en leiðin er örlítið þyngri en hin hefðbundna Esjuganga. Hækkunin er um 800m, gönguleiðin er falleg og skemmtileg. Útsýnið af kambnum gott og kamburinn flatur og víðáttumikill.

Stelpurnar hitta hópinn kl 17:30 á bílastæðinu við Kerhólakamb. Best er að setja Kerhólakambur parking lot í google og þar er bílastæðið sem við hittumst á. Þetta er staðsetningin 668P+9R Mógilsá

Þátttakendur sem skrá sig og taka þátt fara í pott og dregnir verða út vinningar frá Houdini eftir hverja göngu. Í lok sumar fara allir sem taka þátt í öllum þremur göngunum í pott og eiga von á stórum vinning í formi inneignar í H Verslun. Næstu göngur verða þann 8. júlí og 12. ágúst næstkomandi og verða nánar auglýstar síðar.

En hverjar eru Anna og Helga

Anna Kristín Sigurpálsdóttir

Anna hefur verið upp um öll fjöll síðan hún byrjaði í skátunum 12 ára. Hún elskar að þvælast, brasa og ferðast um landið hvort sem það er gangandi, hjólandi, akandi, hlaupandi eða skíðandi. Undanfarin ár hafa fjallaskíðin og fjallahjólið átt hug hennar allan enda algjörlega fullkomin blanda af sumar og vetraríþróttum. Svo finnst henni best þegar hún nær að draga börnin sín þrjú með sér í ævintýraleiðangra.

Helga P. Finnsdóttir og Maddit

Helga hefur að eigin sögn verið á fjöllum frá blautu barnsbeini og veit fátt betra. Hún á mann, 3 börn, 3 hunda og einn kött. Helga hefur mikla reynslu af fjallgöngum og eru þær hennar helsta ástríða. Hinsvegar gleymdist alveg að setja í hana keppniskubbinn svo hún er algjörlega í þessu til að njóta.

Gangan er í boði Houdini og því að kostnaðarlausu. Allir sem taka þátt fá smá glaðning.

Skráning í gönguna fer fram hér

NÝLEGT