Frábær 30 mínútna heimaæfing, bara fyrir þig!

Frábær 30 mínútna heimaæfing, bara fyrir þig!

Þar sem fjarskylda og ÖMURLEGA uppáþrengjandi frænkan, Fröken Covid, er enn í heimsókn og harðneitar að fara aftur til síns heima þá höldum við áfram með heimaæfingarnar og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda bæði andlegri og líkamlegri heilsu, þrátt fyrir endalaus leiðindin í „frænkunni“.

Þá er það skemmtilega frænkan, Fröken Hreyfing, sem er algjörlega málið og um að gera að bjóða henni sem oftast í smá svita, styrk og stuð! Þá klæðum við okkur í æfingadressið og íþróttaskóna, keyrum tónlistina í botn og látum allt annað en að taka vel á því lönd og leið!

Í kjölfarið lofa ég að allar hugsanir og tilfinningar verða miklu rólegri, einfaldari og skýrari. Þegar við hreyfum okkur ná heili og taugar þeirri ró og jafnvægi sem þarf til að vinna úr málunum raunsætt og af röksemi. Því er það ótrúlega gott ráð að þegar við upplifum okkur strand, að hendast og taka á vel þvi af meðal – hárri ákefð í 20-40 mínútur. Heilinn kemur endurnærður og 100% tilbúin í verkefnið að því loknu.

8 x 8 heimaæfingin sem við settum hér inn í síðustu viku fékk frábærar viðtökur og erum við afar þakklát fyrir það. Fyrir þau ykkar sem eigið hana eftir þá endilega kíkið á æfinguna hér á vefnum. eða skoðið nýju You Tube rásina okkar hjá Coach Birgi en þar er ætlunin að setja reglulega inn allskyns æfingar og áskoranir fyrir þig og ykkur til að prófa. Þá er Instagramið okkar: coach_birgir líka stútfullt af frábærum æfingum sem við mælum eindregið með að þú nýtir þér.

En snúum okkur að heimaæfingunni sem markmiðið er að klára í þetta sinn:

Fyrst byrjum við á upphitun, við gerum við 2-3 umferðir af eftirfarandi æfingum:

400-500m skokk – eða röskleg ganga í 3-4 mínútur – eða 100 sipp (Þú velur það sem hentar þér best)

10 Good Mornings

10 Hnúa hnébeygjur

5-10 Gleiðar armbeygjur

60 sek. Wall Sit

Þegar upphituninni er lokið snúum við okkur að aðalæfingunni og gerum 2-3 umferðir af henni líka:

20 Afturstig með framsparki

15 Axlarflug

20 Fjallaklifur á ská / Cross Mountain Climbers

10 Dýfur á stól eða bekk

20 Hliðar hnébeygjur/ Cossack Squats (10 hægri + 10 vinstri)

15 Öfugar kviðkreppur

20 Axlarklapp í plankastöðu

Eftir hverja umferð gerir þú eina af eftirfarandi æfingum í 30-60 sekúndur:

Sprellikarlahopp / Jumping Jacks

Háar hnélyftur

Zig Zag Froskar

Í góðri heilsu frá DK!

Coach Birgir

Að lokum mæli ég með þessum pistli um merkilegar staðreyndir sem snúa að heilsu, næringu og hreyfingu.

NÝLEGT