FRÁBÆR CORE-FINISHER Á HVAÐA ÆFINGU SEM ER

FRÁBÆR CORE-FINISHER Á HVAÐA ÆFINGU SEM ER

Höfundur: Coach Birgir

Góðir Core Finisherar fara aldrei úr tísku og er alltaf gott að eiga nokkra slíka upp í erminni til að enda æfingarnar með og gera þannig góðar æfingar enn betri.

Sterkir kjarnavöðvar eru oft vanmetnir og af mörgum hugsaðir meira frá útlitslegu sjónarmiði en nýtanlegu. Staðreyndin er þó sú að sterkir kjarnavöðvar gera lífið okkar einfaldara og bærilegra á svo ótrúlega margan máta auk þess að vera tengikerfið fyrir efri og neðri búk. Staða og styrkur kjarnavöðvanna hafa því miklu meira að gera með annan árangur í ræktinni en við gerum okkur grein fyrir.

  • Þegar við sitjum föst í sama farinu í æfingum eins og hnébeygju og réttstöðulyftu getur styrkur kjarnavöðvanna mögulega verið orsökin. Erum við búin að vera dugleg að sinna kjarnavöðvunum okkar sl. vikur og/eða mánuði?
  • Erum við að glíma við reglulega eða stöðuga verki í mjóbaki þrátt fyrir að hreyfa okkur eða æfa reglulega. Hvernig er staðan á kjarnavöðvunum?
  • Sterkir kjarnavöðvar er oft það sem skilur að milli þess hvernig við njótum efri áranna og hversu fær líkaminn er að takast á við dagleg verkefni og hversu góð eða slæm hreyfifærni okkar er þegar við eldumst. Hvernig sérð þú fyrir þér að lifa lífinu eftir 10, 20 eða 30 ár?

Core Finisherinn sem hér fylgir með er mjög áhrifaríkur (já þið munið finna vel fyrir kjarnavöðvunum) og auðveldlega hægt að bæta honum við hvaða æfingu sem er þegar við eigum c.a. 10 auka mínútur til að njóta og nýta til að styrkja kjarnavöðvana.

Æfingin samanstendur af 7 kjarnaæfingum sem gerðar eru á stórum æfingabolta (Swiss Ball) og mælum við með að keyra æfingarnar 2-3 sinnum í gegn með 8-15 endurtekningum af hverri æfingu. Í æfingunum sem framkvæmdar eru á öðrum fæti eða á annarri hliðinni þá gerum við fullar endurtekningar bæði hægra og vinstra megin. Ef þið eigið ekki bolta er auðvitað hægt að gera allar æfingar án hans.

8-15 Tuck Crunches á öðrum fæti á bolta – báðum megin

8-15 Bakfettur á bolta

8-15 Fótalyftur með bolta

20-30 sek. Hliðarplankastaða með bolta milli fóta – báðum megin

8-15 Kviðkreppur á bolta með þyngd

8-15 Pull Overs á bolta með þyngd

8-15 Mjaðmalyftur á bolta með eða án þyngdar

Við vonum að þið njótið vel og minnum ykkur á að kreppa kviðvöðvana vel í öllum æfingunum og halda bakvöðvunum spenntum!

Linda & Biggi

www.coachbirgir.com

Hér má finna fleiri æfingar eftir Bigga og Lindu

í H Verslun má finna allt sem þú þarft að finna fyrir æfinguna og útivistina.

NÝLEGT