Search
Close this search box.
Frönsk súkkulaðikaka Ebbu Guðnýjar með döðlum

Frönsk súkkulaðikaka Ebbu Guðnýjar með döðlum

Innihald:

200 g dökkt súkkulaði
180 g kaldpressuð kókosolía
130 g döðlur
25 g fínt spelt
2 msk vatn
4 hamingjusöm egg
½ tsk vanilluduft
½ tsk sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Brjótið súkkulaðið í sæmilega stóran pott, bætið kókosolíunni út í og setjið á miðlungshita. Skerið döðlurnar gróft og bætið í pottinn ásamt vatninu. Velgið þetta varlega saman í um 4-5 mínútur. Hrærið á meðan og gætið vel að hitanum. Maukið þetta allt saman með töfrasprota eða í blandara (sjálf geri ég það alltaf ofan í pottinum með töfrasprota). Setjið í skál og kælið aðeins. Hrærið næst eggin saman með kókoshveitinu, vanillu og sjávarsalti. Blandið að lokum öllu varlega saman, setjið í 22 cm smelluform og bakið í um 18 mínútur. Það er betra að baka kökuna minna en meira.

Höfundur: Ebba Guðný

NÝLEGT