Fylltar súkkulaðidöðlur

Fylltar súkkulaðidöðlur

Innihald:

  • 20 döðlur frá Himneskri Hollustu
  • 4-5 tsk af grófu hnetusmjöri frá Himneskri Hollustu eða smjör að eigin vali
  • Dökkt súkkulaði eða heimalagað súkkulaði* 

 Fylltardodlur1

Fylltardodlur2

Aðferð:
Byrjið á því að skera lítinn skurð í döðlurnar, frá toppi til táar og setjið 1/4 tsk af hnetusmjöri (eða eftir smekk) inn í döðlurnar. Ekki skera döðlurnar í sundur, búið heldur til lítið pláss í döðlunni til að koma hnetusmjörinu fyrir. 

Þegar búið er að fylla allar döðlurnar er gott að setja þær inn í frysti í 10 mínútur bara á meðan súkkulaðið er brætt niður eða búið til frá grunni. 

 *Heimalagað súkkulaði:

2 msk af kókosolíu frá Himneskri Hollustu (fljótandi og volg)

2 msk af kakó frá Himneskri Hollustu

2 msk af agave síróp (eða hunangi) frá Himneskri Hollustu

Setjið kókosolíuna í pott eða örbylgjuna og bræðið. Bætið kakó og sætu við og hrærið vel saman.

Þegar súkkulaðið er tilbúið skal næst þekja döðlurnar og leyfa súkkulaðinu að harðna inn í frysti í 10 mínútur. Það er sniðugt að þekja döðlurnar með súkkulaðinu tvisvar sinnum ef súkkulaðið er búið til frá grunni. Geymið inn í frysti og njótið þegar sykurþörfin lætur í sér heyra! 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram 

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT