Fyrirlestrar og netfyrirlestrar með Sölva Tryggva

Fyrirlestrar og netfyrirlestrar með Sölva Tryggva

Ég gaf út bókina: ,,Á eigin skinni“ í byrjun janúar á síðasta ári, þar sem ég fjalla um vegferð mína um allt sem snýr að heilsu. Bókin er byggð á margra ára vinnu, þar sem ég neyddist til að gerast sérfræðingur um heilsu eftir að hafa hrunið gjörsamlega sjálfur. Stærstur hlutinn af bókinni er praktísk umfjöllun um alla þætti heilsu og byggir í megindráttum á bestu 40 bókum sem ég hef lesið um þessa hluti og svo öllum þeim tilraunum sem ég hef gert á sjálfum mér.

Það hafa nú þegar meira en 10 þúsund manns mætt á fyrirlestra og viðburði hjá mér síðan bókin kom út. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að fara inn á meira en 150 vinnustaði og stofnanir að miðla efninu mínu síðasta árið.

Þegar Covid faraldurinn skall á þurfti ég eðlilega að hætta að halda fyrirlestra, þar sem fólk kemur ekki lengur saman í stórum hópum. En nú er ég byrjaður að halda netfyrirlestra með góðum árangri, þar sem ég fer sérstaklega yfir atriði sem eru mikilvæg núna, eins og lykilatriði þegar kemur að tengingu milli andlegrar og líkamlegrar heilsu, lykilatriðin í heilsu almennt og þau sett í samhengi á einfaldan og praktískan hátt. Ég legg líka sérstaka áherslu á að fara yfir leiðir til þess að láta heilann vinna með líkamanum, draga úr kvíða og streitu og lykilaðferðir í að halda ónæmiskerfinu öflugu. 

Einnig er mögulegt ef áhugi er fyrir og þar sem við á, að fara yfir lykilatriði í því að halda rútínu þegar fólk þarf að vinna heima hjá sér. Ásamt ráðleggingum um hvernig er best að mæta breyttri vinnuaðstöðu.

Ef þú eða þitt fyrirtæki hafið áhuga á að sækja slíka fyrirlestra er hægt að hafa beint samband við mig með tölvupósti á netfangið solvitryggva@gmail.com.

Höfundur: Sölvi Tryggvason

E-mail: solvitryggva@gmail.com

https://www.facebook.com/solvitryggva

https://www.instagram.com/solvitrygg/

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT