Gæða Ítalskur matur

Gæða Ítalskur matur

Ég og Unnar kærasti minn ákváðum að taka okkur viku frí saman eftir anna samt sumar og varð Ítalía fyrir valinu. Mig langar að deila með ykkur seinna myndum og ferðasögunni en sýna ykkur núna matinn og matarvenjur Ítala. Ég er mikið fyrir gott salat og það var heldur betur hægt að fá það á Ítalíu. Ég borða yfirleitt ekki rautt kjöt en Parma skinkan hjá þeim er algjört lostæti og því ekki hægt að sleppa henni. Fann það á öllum matnum hvað allt var gert frá grunni og ferskt. 
Líka ísinn hehe svo við fengum okkur aðsjálfsögðu stundum ís eftir mat, en ekki hvaða á Ítalíu? 

Við fórum á marga góða veitingastaði að prufa eitthvað nýtt,  við smökkuðum Kolkrabba eitthvað sem ég myndi aldrei panta mér, en við fengum óvænta nokkra rétti á borðið til okkar til þess að smakka sem var ótrúlega skemmtilegt og mikil upplifun. Fiskurinn á Ítalíu er mjög góður, síðasti veitingastaðurinn sem við fórum á var með mikið af fiskréttum sem við fengum að smakka. Ef ég myndi muna hvað allir réttirnir hétu, þeir voru svo margir og mismunandi! Allt var þetta Glutein laust því við þolum hvorug Glutein í mat. 

Við keyrðum til Porto Venere á leiðinni til Florence, stoppuðum þar, skoðuðum okkur um og fórum á ekta Ítalskan veitingastað þar sem við sátum og horfðum beint út á sjóinn. Þar fengum við reyktan Lax með klettasalati, Parmaosti sem þeir framleiða, olífu olíu og Balsamic, svo var Parmaskinka með tómötum, Basiliku og Olifu olíu, þriðri rétturinn sem Unnar pantaði sér er svipað og Parma skinka og heitir Braseola

Maturinn frá Proto Venere 


Fallegt útsýni frá veitingastaðnum í Porto Venere 


Salat staður í Milano

Ekki bara falleg salat skál heldur líka sú besta! Eftir þetta sagði Unnar “ ég kannski fer að borða meira salat eftir þennan stað“ Hann borðar mjög holt og borðum við svipað, en ég set alltaf aðeins meira salat á diskinn hjá mér alveg sama hvaða matur er þá er alltaf salat með! 

Eitt hádegið gerðum við okkur svo hádegis mat heima 
Egg, klettasalat, Basil pestó, önnur tegund af hráskinku sem er fituminni og prótein meiri, steikt paprika og kúrbítur, papriku og chillý krydd, Olifu olía og Balsamic Edik.
Fullkomin hádegismatur að okkar mati

Vinur Unnars sem er Styrktarþjálfari  hjá Olimpia Milano körfubolta liðinu, tók á móti okkur fyrsta daginn okkar í Milano og kynnti okkur fyrir ekta Ítölskum veitingastað sem er orðinn að okkar uppáhalds í dag. Fórum við þangað svo aftur áður en við fórum heim


Fagmaður framm í fingurgóma sem vildi allt fyrir okkur gera, sína okkur Milano og leiðbeindi okkur áður en við fórum svo af stað að keyra um Ítalíu


Besta kjúklingasalat sem ég hef fengið. Safaríkur kjúklingur og þetta salat með Olifu olíu, Balsamik og smá salti. Ef þið eruð fyrir gott salat er þetta fyrir ykkur! 


Lærði að vera eins og alvöru Ítali þar er ekkert drukkið kaffið hægt bara skellt í sig Double Espresso frá Napoli og haldið svo áfram! 


Síðasta daginn okkar fórum við svo aftur á staðinn í Milano, hér sést hvað hann heitir CASALUCIA. Mæli hiklaust með þessum stað ef leið ykkar liggur til Milano 


Ís að hætti Ítala 


Ánægð eftir dásamlega ferð, góðan mat og fá að upplifa Ítalska menningu 

Þessi matur var bara brot af því besta í ferðinni
Deili með ykkur ferðasögunni og myndum frá mögnuðu Ítalíu næst 

Ykkar 
Karitas 

NÝLEGT