Search
Close this search box.
Gakktu þig í form

Gakktu þig í form

Viltu koma þér í form í sumar en kemur þér ekki af stað? Finnur þú ótal afsakanir fyrir því að hreyfa þig ekki og frestar því sífellt til morguns? Erfiðasti hlutinn er að taka fyrsta skrefið og ótrúlegt en satt, þá er eftirleikurinn auðveldari en margir halda.

Gott er að setja sér markmið, t.d. að fara út að ganga tvisvar til þrisvar í viku, alltaf á sama tíma, og gera það að vana. Ótal skemmtilegar gönguleiðir eru á  höfuðborgarsvæðinu, sem vert er að kanna og það er meira að segja hægt að fara í gönguferðir með ákveðnu þema.

Þema 1: Vötn

Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er fremur lítið vatn í fallegu og grónu umhverfi. Aðeins tekur um hálftíma að ganga rösklega í kringum vatnið og þeir sem vilja meiri hreyfingu geta lengt hringinn eða skokkað hann í rólegheitum. Aðgengi að vatninu er gott, bílastæði og merktar leiðir.

Vífilstaðavatn í Garðabæ er í nágrenni við Vífilsstaði. Umhverfis vatnið er um 2,6 km langur göngustígur. Gangan í kringum vatnið tekur um hálftíma en ekki nema um 15 mín. að skokka. Lengja má gönguna með því að fara líka upp að vörðunni á hæðinni, sem nefnist Gunnhildur.

Ástjörn í Hafnarfirði kemur skemmtilega á óvart. Um 3 km hringur er í kringum vatnið, sem tekur um 40 mín. að ganga. Hægt að lengja gönguna og bæta erfiðleikastigið með því að ganga upp á Ásfjall en þaðan er flott útsýni yfir Reykjanesið.

Þema 2: Reykjavík

Öskjuhlíð er einstakt útivistarsvæði í Reykjavík, með ótal gönguleiðum. Það er bara spurning um hversu langt og lengi þú vilt ganga.

Við Elliðavatn eru ótal skemmtilegar gönguleiðir en þar er mikil skógrækt

Elliðárdalur er eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar. Dalurinn er um 6 km langur og tilvalinn í stuttar sem langar gönguferðir.

Fyrir gönguna mælum við með:

Nike Trail hlaupaskór, sem dæmi Pegasus eða Terra Kiger – til að komast lengra.

Houdini jakki – fyrir íslenska sumarið.

Húfu frá Nike eða Houdini – svo enginn fái í eyrun.

TREK orkustykki – til að fá orku.

Vítamíndrykk –  til að svala þorsta.

Steinefna freyðitöflur – til að forðast harðsperrur.

NÝLEGT