Search
Close this search box.
Gamlárshlaup ÍR

Gamlárshlaup ÍR

Hið árlega gamlárshlaup ÍR verður haldið á morgun, gamlársdag og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni.

Skráning á vefnum er opin til 11:00 á hlaupdag en auk þess er hægt að skrá sig á hlaupadag í Hörpunni frá kl. 9:30-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup, keppendur eru vinsamlegast beðnir um að virða tímamörkin.

Verðskrá

  • 3 km, 15 ára og yngri með medalíu 1.600 kr
  • 3 km, 16 ára og eldri án medalíu 1.600 kr
  • 3 km, 16 ára og eldri með medalíu 2.100 kr
  • 10 km, 15 ára og yngri með medalíu 2.800 kr
  • 10 km, 16 ára og eldri án medalíu 2.800 kr
  • 10 km, 16 ára og eldri með medalíu 3.300 kr

Rásmark í 3 km og 10 km er á syðri akrein Sæbrautar fyrir framan Hörpuna. Í 3 km hlaupinu er hlaupið austur Sæbraut 1,5 km og snúið við til baka að Hörpunni. Endamarkið er á planinu fyrir framan Hörpuna. Í 10 km hlaupinu er hlaupið eftir syðri akrein austur að Holtavegi. Við Holtaveg er tekinn snúningur á akreininni og sama akrein hlaupin áfram að gatnamótum Sæbrautar og Sægarða, en þar er skipt yfir á norður akreinina í átt að Hörpu. Tekin er lykkja niður í Klettagarða og aftur upp á nyrðri akrein Sæbrautar áfram í mark við Hörpuna.

Kílómetrar og beygjur eru vel merkt með keilum, flöggum og umferðarmerkjum. Starfsmenn hlaupsins munu vakta alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér leiðina vel, m.a. hér á síðunni og í Hörpunni á keppnisdegi.

Allar aðrar upplýsingar varðandi hlaupið má nálgast hér: Upplýsingar um gamlárshlaup ÍR

NÝLEGT