Bounty drykkur

Þessi drykkur bragðast jafn vel og nafnið gefur til kynna en aftur á móti gæti nafnið blekkt þegar kemur að innihaldslýsingunni.

Drykkurinn inniheldur ekki Bounty súkkulaðistykkið, né sykurinn sem því fylgir. Nei, þessi drykkur inniheldur þess í stað heilsusamleg hráefni, líkt og aðrir drykkir úr heilsudrykkjabæklingi Ásdísar Grasa og NOW.

Þér er því óhætt að skella eftirfarandi innihaldsefnum í blandarann, sem kæta bragðlaukana og næra líkamann.

Innihald:

  • 1 stk frosinn banani í bitum
  • 2 msk kakóduft frá Himneskri Hollustu
  • 3 msk kókósflögur frá Himneskri Hollustu
  • 1-2 stk döðlur frá Himneskri Hollustu
  • 2-3 dropar French Vanilla Stevia frá NOW
  • 1/2 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
  • 1/2 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 1 msk möndlusmjör frá Monki
  • 4 stk ísmolar

Toppað með kakónibbum og kókósmjöli. Hægt er að sleppa döðlunum ef þú vilt minnka sætuna.