Spírúlínu orkudrykkur

Við heyrum gjarnan hugtakinu “ofurfæða” kastað fram þegar átt er við fæðutegundir sem eru ríkar af ýmsum meinhollum næringarefnum. Spírulína (e. spirulina) er án efa ein af þessum ofurfæðum en þessi blágrænþörungur er sneisafullur af næringarefnum s.s. B12, chlorophyll blaðgrænu, astaxanthin, beta-karótíni og GLA fitusýrum.

Hér að neðan má finna uppskrift úr heilsudrykkjabæklingi Ásdísar Grasa og NOW, sem einmitt inniheldur spírúlínu og gæti því komist í flokk ofur-orkudrykkja, ef svo má að orði komast.

Innihald:

  • 1 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 2 tsk Spirulina Powder frá NOW
  • 1 skeið Plant Protein Complex vanillu frá NOW
  • 2-3 dropar French Vanilla Stevia frá NOW
  • 1 bolli frosinn kúrbítur eða 1/2 avókadó*
  • 1 stór hnefi ferskt spínat
  • Smá biti ferskt engifer
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 bolli vatn

*Frosinn kúrbítur í bitum eða frosið blómkál gefur kremkennda og þykka áferð en er kolvetnasnautt. Mælt er með að létt gufusjóða kúrbítinn í bitum áður en hann er settur í fyrsti.