Súkkulaði hafraklattar

Það er upplagt að skella í þessa súkkulaði hafraklatta og taka með í ferðalagið eða sem nesti í útivistina. Ég tvöfalda stundum þessa uppskrift því mér finnst svo gott að eiga svona klatta í frystinum og nota með kaffinu þegar þannig liggur á mér. Þessir súkkulaði hafraklattar eru glúteinlausir, mjólkurlausir og sykurlausir og gefa okkur góða næringu, trefjar, holla fitu og prótein.

Fyrir þessa súkkulaði hafraklatta er lítið mál að nota sykurlaust Maple sirop frá Good Good merkinu fyrir þá sem vilja og eins er auðvitað hægt að nota venjulega hafra í staðinn fyrir glúteinlausa. Ég notaði sykurlausa súkkulaði bökunardropa frá Good Dee‘s sem fást á lowcarb.is sem mér finnst mjög gott að eiga í bakstur en hef oft notað bara eitthvað gott dökkt súkkulaði sem er til hverju sinni. Mæli með að þið prófið þessa klatta og það besta er að það tekur enga stund að skutla í þessa uppskrift og þessir klattar eru eintóm hollusta og ofsa bragðgóðir!

Innihald – súkkulaði hafraklattar

 • 1 egg
 • ¼ bolli tahini frá Monki
 • 1 tsk vanilluduft frá Naturata
 • ¼ bolli hlynsíróp frá Naturata
 • 2 msk hörfræjamjöl frá Now
 • 3 msk bráðin kókósolía frá Himneskri Hollustu
 • 1 bolli glúteinlausir hafrar frá Bob‘s Red Mill
 • ½ bolli súkkulaðibitar frá Good Dee‘s eða saxað 70% súkkulaði
 • 2-5 dropar French vanilla stevia frá Now (ef vill)
 • ¼ tsk kanill frá Himneskri Hollustu
 • ¼ bolli möndlumjöl frá Now
 • ½ tsk matarsódi
 • ½ tsk sjávarsalt

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 175°C.
 2. Pískið saman í skál eggi, tahini, hlynsírópi, kókósolíu og vanillu.
 3. Hrærið saman við rest af innihaldsefnum og geymið til hliðar ¼ b af súkklaðibitum.
 4. Notið tvær skeiðar og búið til 12-13 litla klatta úr deiginu á bökunarpappír.
 5. Bætið rest af súkkulaðibitum ofan á klattana og bakið í 11-12 mín.

Þar hafið þið það, súkkulaði hafraklattar – Njótið!

Ásdís grasalæknir

www.grasalaeknir.is

www.instagram.is/asdisgrasa

www.facebook.com/grasalaeknir.is

Heilsusamlegar uppskriftir á H Magasín

Skoðaðu fleiri heilsusamlegar uppskritir hér á H Magasín.