Kollagen nýárs kakó Ásdísar

Þetta dásamlega góða kakó er tilvalið eftir nýárs göngutúrin, útivistina eða hvenær sem við viljum gera aðeins vel við okkur. Ekki skemmir fyrir að í uppskriftinni er afar bragðgóður kollagen Vanillu Creamer sem er holl og góð viðbót í kakóið. Holl og góð fita úr kókosmjólkurdufti auk 10g af kollageni.

50 g 70% súkkulaði

250 ml möndlumjólk

2 skeiðar Collagen Creamer vanilla fæst hér

3-5 dr Maple stevía

¼ tsk kanill

  • Hitið mjólkina að suðu og lækkið hitann. Bætið súkkulaðinu út í heita mjólkina og hrærið reglulega þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Bætið kryddi út í og leyfið að malla aðeins saman. Hægt að bæta smávegis af cayenne pipar ef vill.
  • Uppskriftin dugar fyrir 2 litla bolla eða í 1 stóran bolla.
  • Gott að toppa með þeyttum rjóma.

Gleðilegt ár og njótið vel!