Hæ, hæ kæru lesendur. Mikið vona ég að allir séu duglegir að hreyfa sig heima eða úti á þessum skrýtnum tímum. Við þurfum svo sannarlega á því að halda, því nú er mikilvægara en aldrei að huga að heilsunni.
Mig langaði að deila með ykkur hörkugóðri heimaæfingu sem einblínir á að styrkja rassvöðvana. Ég elska að nota Nike ökklalóðin mín því þau gera æfinguna ennþá meira krefjandi en að sjálfsögðu má gera æfinguna án þeirra, valið er alltaf ykkur. Við getum alltaf dregið úr með því að sleppa þyndgdinni og vinna hægar eða gert æfingarnar erfiðari með lóðum og jafnvel unnið aðeins hraðar eða fjölgað endurtekningum. Fer allt eftir getur og dagsformi. Prófið endilega þessa heimaæfingu, með eða án lóðanna, það er frábært að taka 2 umferðir af henni, 2-3x í viku.
Hér má versla Nike ökklalóð
Fleiri hugmyndir að æfingum má finna á www.instagram.com/aeiriks og eins á heimasíðunni minni www.annaeiriks.is. Það væri frábært að heyra hvað ykkur finnst um þessa, þið getið annaðhvort merkt mig á Instagram undir @aeiriks þegar þið gerið æfinguna eða sent mér skilaboð 🙂
Gangi ykkur vel!
Anna Eiríks
Hér má einnig finna fleiri heimaæfingar með Önnu Eiríks