Góð bætiefni fyrir betri svefn

Góð bætiefni fyrir betri svefn

Góður svefn er undirstaða góðrar heilsu. Fyrir gott mataræði, hreyfingu, félagslíf og andlega vellíðan. Hér að neðan eru fjögur góð bætiefni sem sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragga Nagli mælir með:

Magnesíum:

  • Eykur endurheimt, vöðvaslakandi og dýpkar svefn.
  • Magnesíumskortur er annar algengasti steinefnaskortur á Vesturlöndum og einkennin eru slæmur svefn, síþreyta og kulnun. 

Skoða í H Verslun

Rhodiola:

  • Burnirót vex upp til fjalla við mikið mótlæti og skilar þessu mótstöðuafli til okkar með betri mótstöðu við streitu og kemur böndum á kortisólið og róar miðtaugakerfið.

Skoða í H Verslun

Góðgerlar:

  • Bæta ónæmiskerfið, stuðla að betri næringarupptöku, auka einbeitingu og vellíðan.
  • Streita og svefnleysi raskar jafnvægi í þörmunum á sama hátt og fituríkt óhollt mataræði.
  • Gott að byrja á vægum gerlum og bæta frekar við eftir því sem þörf er á.

Skoða í H Verslun

L-glutamine:

  • Algengasta amínósýran í líkamanum.
  • Hún styrkir ónæmiskerfið. En hún er líka mikilvæg fyrir bætta þarmaflóru með að búa til filmu á þarmaveggina og hámarkar þannig næringarupptöku og kemur í veg fyrir leka í þörmunum.
  • Bætt næring getur stuðlað að betri svefni.
  • L-glutamine hjálpar líka til við framleiðslu á dópamíni en skortur á því getur haft áhrif á svefninn.

Skoða í H Verslun

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT