Ég fékk mér nýja æfingaskó í síðustu viku sem ég er sjúklega ánægð með. Þetta er sami botn og Zoom Strong skórnir með strappinu sem hafa verið mjög vinsælir. Þessir heita Zoom Fitness.
Guðdóttir mín og besta vinkona varð 5 ára í síðustu viku. Við fögnuðum með henni og áttum góðar stundir.
Menningarnótt var kickstartað á Gló á Laugarveginum í góðum félagsskap. Okkur var boðið að koma að smakka nýjan vegan bröns. Ég var búin að hlakka til að smakka hann bókstaflega alla vikuna og varð ég svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þvílíkt bragðgóður! Mér fannst súkkulaði- og karamellu chia búðingurinn bestur og auðvitað pönnukökurnar með agave sýrópi.
Eftir brönsinn hittum ég og Finnur vini okkar í Elliðaárdalnum. Við tókum smá mobility æfingar og síðan 20 mínútur í vatninu sem recovery session. Ég var frekar stíf í skrokknum eftir síðustu viku en mér leið mun betur eftir þetta.
Um kvöldið vorum við með smá matarboð heima og grilluðum lax. Með honum gerði Finnur fyllta portobello sveppi og grillað grænmeti. Ég útbjó sósuna sem var algjört nammi og geggjuð með laxinum (innihald á myndinni fyrir neðan). Í desert grilluðum við síðan berjacrumble en hugmyndina fékk ég frá Sigrúnu Birtu. Desertinn var borin fram með vegan ís og bræddu 80% súkkulaði frá Naturata. Vá þetta var truflað!
- Frosin ber sett í álbakka, ég notaði bláber og jarðaber en hugsa að það væri sjúkt að nota líka bara fersk epli og perur.
- Höfrum, kókos, sukrin gold (eða annar sykur) og kanil mixað saman í skál. Síðan hellti ég smá möndlumjólk yfir, bara rétt aðeins til að bleyta í þessu. Síðan hellti ég öllu yfir berin.
- Sett á grillið í 10-12 mínútur.
Eftir matarboðið fór ég síðan í kveðjupartý til Andreu litlu frænku minnar en hún er að fara í skiptinám í CBS.
Sunnudagurinn fór að stórum hluta í leti og kósíheit. En um kvöldið hitti ég mínar bestu konur og við fórum saman út að borða. Alveg nauðsynlegt að taka gott spjallkvöld reglulega.