Líklega finnst fæstum vanta nýjan orkudrykk á markað í það orkudrykkja flóð sem er nú þegar til staðar, en GOGO er ekkert venjulegur orkudrykkur. Innihaldsefnin í drykknum eru aðeins ígrundaðri en gengur og gerist í þessum bransa. GOGO er náttúrulegur, sykurlaus, “fúnksjónal” orkudrykkur bættur með vítamín- og steinefnablöndu. Förum nánar yfir innihaldsefnin í GOGO: Drykkurinn er sættur með náttúrlegum sætuefnum stevíu og erýtrítóli. Koffínið á sé náttúrulega uppsprettu og kemur meðal annars úr grænu tei og guarana. Hann er bættur með orkujafnandi jurtum eins og gingsengi, litarefnin koma úr gulrótum og granateplum og vítamín og steinefnablandan inniheldur m.a. kalk, magnesíum, b, c og d vítamín.
Stevía og erýtrítól eru náttúruleg sætuefni en mjög algengt er að orkudrykkir notist við kemísk sætuefni á borð við súkralósa, aspartam eða asesúlfam-k. Þessi ónáttúrulegu, kemísku og kalóríulausu sætuefni eru umdeild og ýmsar rannsóknir sem benda til þess að þau hafi slæm áhrif á þarmaflóru líkamans, valdi breytingum í efnaskiptum og hækki jafnvel blóðsykur. Náttúruleg sætuefni eins og stevía og erýtrítól eru annars eðlis en þau ónáttúrulegu. Stevía er jurt og er seyðið úr laufi hennar notað til þess að sæta ýmsa hluti. Erýtrítól er sykuralkohól og finnst náttúrulega í ýmsum ávöxtum og gerjuðum afurðum. Erýtrítól er hitaeiningasnautt sætuefni sem hefur ekki áhrif á blóðsykur, er ekki slæmt fyrir tennur og talið mjög örugg neysluafurð.
Grænt te þekkja flestir en plantan er vinsæll koffíngjafi margra. Grænt te er rómað fyrir fjöldann allan af heilsufarsávinningum en það er m.a. talið auka brennslu, vera verndandi fyrir heilann, hafa bólgueyðandi áhrif og vera bakteríudrepandi. Grænt te inniheldur bæði koffín, sem er örvandi, og amínósýruna theanín, sem stuðlar að slakandi áhrifum án þess þó að draga úr árverkni. Koffínið og amónósýran theanín hafa því áhugaverð samverkandi áhrif sem veita orku og einbeitingu án mikils taugaspennings sem koffín eitt og sér virðist oft valda.
Ginseng er planta sem vex víða í Asíu og hefur verið notuð í lækningaskyni þar í aldanna rás. Ginseng plantan er talin orkujafnandi og hefur verið notuð til að draga úr stressi og þreytu ásamt því að auka þol og úthald. Rannsóknir sýna að ginseng getur haft jákvæð áhrif á skap, ónæmiskerfi og hugræna getu.
Guarana er planta en fræ hennar innihalda mikið magn koffíns, meira en kaffibaunin sjálf. Guarana fræið gefur því orku en er einnig andoxunarríkt og gæti lækkað ldl kólesteról eins og ein rannsókn benti til um.
Vítamín og steinefna blandan í GOGO telur í heildina 13 efni, m.a. kalk, magnesíum, C-,D-,E- og B vítamín blöndu. Drykkurinn inniheldur kalk og magnesíum fyrir beinin og vöðvastarfsemina, C-, E- og B-vítamín fyrir aukna orku og vörn gegn oxunarálagi og vegan D2 vítamín sem annars kemur úr sólinni sem lætur sjá sig of sjaldan á okkar slóðum.
Drykkurinn inniheldur 15% af ráðlögðum dagsskammti allra þessara vítamína og steinefna til þess að neytendur njóti ávinnings af þeim án þess þó að fá of mikið.
GOGO er enginn venjulegur orkudrykkur. Ef farið er yfir innihaldið og það borið saman við “hefðbundna” orkudrykki sést að vandað er til verka. Sætuefnin, litar- og bragðefnin sem og uppspretta koffínsins er allt náttúrulegt ásamt því að vítamín og steinefnablandan gefur drykknum enn meiri virkni. Nældu þér í náttúrulega orku í amstri dagsins og hugsaðu um heilsuna í leiðinni með því að drekka GOGO .
Arnór Sveinn
heimildir:
healthline.com/nutrition/top-10-evidence-based-health-benefits-of-green-tea
examine.com/supplements/green-tea-catechins/
examine.com/supplements/theanine/
link.springer.com
examine.com/supplements/paullinia-cupana/
mast.is ListiLeyfilegarheilsufullyrdingar
healthline.com
lipidworld.biomedcentral.com