Gómsæt heimagerð hnetusósa Naglans

Gómsæt heimagerð hnetusósa Naglans

Höfundur: Ragga Nagli

Af fullkominni hógværð segir Naglinn að þessi heimagerða hnetusósa sé sú allra gómsætasta í mannkynssögunni. Það verða samin ljóð í framtíðinni um þessa sósu því þegar þú stingur upp í þig fyrsta bitanum löðruðum í hnetubrjálæði þá hverfur herbergið í móðu, augun rúlla aftur í heila og eina hljóðið sem eyrun nema er MMMMMMMMMM.

Í nýlegu matarboði var þessi hnetusósa á boðstólum í Naglahöllinni og hver einasti dropi kláraðist. Skelltu þessari á borðið í næsta matarboði og horfðu á gestina stynja af kúlínarískri fullnægingu.

Uppskrift (dugir fyrir 6-8 manns)

1 krukka MUNA hnetusmjör fínt

1/2 niðursuðudós létt kókoshnetumjólk

Safi úr 1/2 lime

2-3 kúfaðar matskeiðar Good Good Ísland sweet like sugar erythritol

2 msk sojasósa

Aðferð:

Skella öllu saman í pott og velgja undir uggum…. ekki láta sjóða.

Leyfa að malla í nokkrar mínútur.

Skúbba í fallega skál og bera fram.

Þessi sósa er enn betri daginn eftir, svo það er þjóðráð að gera hana daginn fyrir gleðina. Ef svo ólíklega vill til að það verði afgangar er hún líka gordjöss yfir morgungrautinn.

Njótið vel 🙂

Ragga

Hér má finna fleiri pistla eftir Naglann

NÝLEGT