Hér að neðan er að finna uppskrift að virkilega gómsætu apríkósupestó frá Írisi Blöndahl sem er tilvalið að smyrja á hrökk kex eða nota í matargerðina.
Innihald
- 100 gr Apríkósur frá Himneskri Hollustu
- 100 gr sólþurrkaðir tómatar
- 1 dl Kashjúhnetur frá Himneskri Hollustu
- 1 dl ólífuolía frá Himneskri Hollustu
- 1 lúka steinselja
- Salt
Hér er mikilvægt að apríkósurnar séu mjúkar og ferskar, annars getur verið erfitt að mauka þær eins og við viljum hafa þær. Apríkósurnar frá Himneskri Hollustu eru alltaf mjúkar þegar ég opna pakkann og því vel ég þær frekar en aðrar. Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og blandið.
Höfundur: Íris Blöndahl