Gómsætur grautur með karamelluðum banana

Gómsætur grautur með karamelluðum banana

Innihald:

Hafragrautur

  • 1 dl grófar hafraflögur frá Himneskri Hollustu
  • 2 dl möndlumjólk frá Isola Bio
  • 1 msk af hlynsírópi frá Naturata (má sleppa)
  • 1 karamellaður banani*
  • Dass af salti 

 

*Karamellaður banani

  • 1 banani (skorinn í bita)
  • 1-2 tsk af kókosolíu frá Himneskri Hollustu
  • 2 tsk af hlynsírópi frá Naturata

Meðlæti:

 Bananagrautur_1550188706522

Aðferð:

Fyrst skal setja hafrana og möndlumjólkina + salt í lítinn pott og sjóða upp að suðu. Lækkið því næst hitann og leyfið grautnum að malla saman og bætið hlynsírópinu út á ef þið viljið auka sætu. Passið að grauturinn brenni ekki við. 

Á meðan grauturinn er að malla saman skal búa til karamellaða bananann. Setjið kókosolíu og hlynsíróp á pönnu og hitið þar til vökvinn fer að ‘búbbla’. Setjið bananabitana á pönnuna og steikið þá í nokkrar mínútur á hverri hlið. Þegar grauturinn er tilbúinn þá skal hræra bananabitunum við grautinn og bæta meðlætinu út á. 

Njótið!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram 

Þangað til næst, verið heil og sæl!

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT