Gönguleiðir í kringum Reykjavík

Gönguleiðir í kringum Reykjavík

Talari mælir með því að þú skellir þér í göngu um helgina. Þó nokkrar gönguperlur leynast í nágrenni Reykjavíkur sem tilvalið er að skoða nánar. Það skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki. Leiðirnar eru mis erfiðar en allir geta fundið sér eitthvað við sitS

Ein gönguleið sem sumir vita ekki af leynist í botni Hvalfjarðar en fossinn Glymur er algjör náttúruperla og vel þess virði að leggja gönguna á sig sama hvort fólk er fyrir göngur eða ekki. Hann er enn fremur einn hæsti foss landsins. 

Gönguleiðin er einstaklega skemmtileg og frábrugðin mörgum öðrum. Auk þess þurfa göngugarpar í byrjun leiðar að ganga fram hjá skóglendi sem setur skemmtilegan svip á ferðalagið.  Það er hægt að faratvær leiðir að fossinum en leiðin hægra megin við fossinn er mun vinsælli og gefur færi á góðu útsýni á fossinn. Vinstra megin við fossinn er torfærari leið. Brattinn er mikill við fossinn og ber að varast að fara alveg að brúninni. Sjón er sögu ríkari eins og myndin ber með sér.

PMóskarðshnjúkar eru önnur perla sem leynist í Mosfellsdalnum. Keyrt er innst í dalinn og beygt er inn á vinstri hönd við skilti sem heitir Hrafnhólar. Vegurinn sjálfur er þó ekki í neitt svakalega góðu ásigkomulagi en því betra að vera á jeppa eða jeppling eða hreinlega ganga frá veginum. Malarvegurinn liggur í gegnum sumarhúsalóð. Gangan sjálf tekur þrjá klukkutíma. Stórbrotið útsýni í nánast allar áttir er á toppnum. Á veturnar er einnig hægt að fara upp með bretti eða skíði og fara rennandi niður. Hægt er að ganga alla leið að Esjunni ef göngufólk hefur orku til þess.

PHelgafell í Hafnarfirði er ein vinsælasta gönguleiðin á höfuðborgarsvæðinu og ekki af ástæðulausu, en útsýnið er stórbrotið á toppi fjallsins yfir Reykjanes og Hafnarfjörð. Gangan hentar vel fyrir byrjendur sem og lengra komna. Meira grip er í þessari göngu þar sem gengið er hluta leiðarinnar á klettabelti.

PGott ráð í göngunni er að taka með sér vatnsbrúsa að sjálfsögðu til þess vökva sig á ferðalaginu. Tilvalið er líka að taka með sér millimál til að gæða sér á þegar að hungrið segir til sín. Hætt er á því að örmagnast ef gangan er mjög löng og það gleymist að taka með sér vökva eins og dæmin sanna. Tillögur að nesti í ferðalagið eru:

Mamma Chia

Tilvaldar þegar að hungrið steðjar að. Þær eru handhægar í gönguferðina og stærðin er hæfileg.

Trek

Trek stykkin eru tilvalin fyrir gönguna þar sem þau innihalda hafra sem eru lengi að meltast og orkan dugar þér lengur til að klára gönguna.

Bai

Bai er orkugefandi svaladrykkur í gönguna.

NÝLEGT