Good Good í hópi með þeim bestu

Good Good í hópi með þeim bestu

Á hverju ári velur brandr bestu íslensku vörumerkin sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Viðurkenning fyrir bestu íslensku vörumerkin 2020 byggir á staðfærslu vörumerkja og viðskiptamódeli þeirra.

Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjasjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju. Með þessu vali vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu.

Tilnefningin

Í síðustu viku tilnefnd brandr 30 íslensk vörumerki sem þau bestu á árinu 2020, en viðurkenningarnar eru veittar í fjórum flokkum og er skipt upp eftir starfsmannafjölda.

Eitt af þessum fyrirtækjum er íslenska matvælafyrirtækið Good Good, en það hefur hlotið tilnefningu til verðlauna í eftirfarandi flokki: Neytendamarkaður færri en 50 starfsmenn.

Við hjá H Magasín höfðum samband við Garðar Stefánsson framkvæmdastjóra Good Good að þessu tilefni til að óska honum til hamingju með tilnefninguna og fá að grennslast aðeins fyrir um fyrirtækið.

,,Ég vil byrja á því að koma því að í upphafi að við hjá Good Good erum afar stolf af þessari tilnefningu og þakklát fyrir þá viðurkenningu sem hlýst af því að vera í flokki þeirra bestu, þetta er mikill heiður fyrir okkur og þökkum við kærlega fyrir tilnefninguna,“ segir Garðar.

Sulturnar sem hafa slegið í gegn

En aðeins um sögu félagsins

Good Good er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að bjóða uppá náttúrulega sætar lausnir í matvöru. Saga Good Good hófst árið 2015, eigendur félgagsins voru sammála um að margir neytendur væru ekki ánægðir með þá hollari, sykurminni valkosti sem voru í boði. ,,Þegar hollari valkostir eru annarsvegar er algengt að fólki finnist þragðið ekki nógu gott og vörurnar ekki nógu heillandi til þess að sjá fyrir sér að breyta um lífsstíl. Við gerðum okkur grein fyrir því að með því að finna leið til að fullnægja sætu þörf fólks án þess að skerða gott bragð gætu vörurnar okkar raunverulega haft gífurlegan heilsufarslegan ávinning og gjörbylt heilsu milljóna manna,” segir Garðar. Félagarnir fóru því af stað að skoða heim náttúrulegra sætuefena. Eftir margar tilraunir stofnuðu þeir svo Good Good. Í upphafi voru framleiddir stevíu dropar og sykurlausa sætu fyrir Íslandsmarkað undir merkjum Via Health. Því fyrirtæki var svo breytt í Good Good og þá þróaðist framleiðslan yfir í sultur, smyrjur og næringastangir.

Í dag sérhæfir fyrirtækið sig í þróun og framleiðslu á matvörum án viðbætts sykurs sem vanalega eru fullar af sykri. Good Good trúir því staðfast að sykur sé ein helsta ógn við heilsufarið okkar og einbeita þeir sér þess vegna að því að framleiða hollar, sykurlausar og góðar vörur. ,,Vin­sæl­ustu vör­urn­ar okkar í dag eru sult­urnar og hnetu- og súkkulaðismyrjan, en súkkulaðismyrjan sló Nutella út í prófunum í október í fyrra, sem kom okkur hjá Good Good svo sem ekki á óvart,“ segir Garðar. Hér má sjá grein um þessar prófanir.

Sérstaða Good Good er sem áður segir bragðgóðar, sykurlausar og ketóvænar vörur og samkvæmt Garðari skýrir það hinn mikla árangur sem félagið hefur náð. Í lok árs 2018 gerði félagið dreifisamning við KeHE, einn stærsta dreifingaraðila Bandaríkjanna á hollum matvörum. Öll vöruþróun, sala og markaðsstarf ásamt stýringu aðfangakeðjunnar og gæðamálum fer fram á Íslandi. Fram­leiðsla var­anna fer hins veg­ar fram í Hollandi og Belg­íu og er vör­un­um svo dreift í gegn­um vöru­hús fyr­ir­tæk­is­ins í Til­burg í Hollandi og Virg­iniu í Banda­ríkj­un­um. Í dag starfa hjá félaginu 6 starfsmenn á Íslandi og 2 í Bandaríkjunum.  

Vörurnar frá Good Good eru í dag seldar í yfir 3500 verslunum beggja vegna Atlantshafsins. Til dæmis má finna vörur Good Good í stórum verslunarkeðjum á borð við Safeway, Wholefoods, Meijer, Walmart, Holland & Barret, Føtex, K-Chain og Albertsons. Það er margt spennandi framundan hjá félaginu að sögn Garðars og þeir félagarnir halda ótrauðir áfram veginn í sykurlausa bransanum. ,,Það er margt spennandi í pípunum  sem við hlökkum til að kynna fyrir okkar viðiskiptavinum,“ segir Garðar.

En aftur að viðurkenningunni. Fimmtudaginn 25. febrúar verða síðan bestu vörumerkin útnefnd af þeim sem hafa verið tilnefnd, munu þau hljóta viðurkenningu við sérstaka athöfn í beinni útsendingu á netinu. 

,,Það er sannur heiður að félagið okkar sé tilnefnt með þeim bestu,“ segir Garðar og bætir við að lokum. ,,Við hjá Good Good yrðum afar þakklát ef lesendur H Magasín gætu séð af nokkrum mínútum og svarað skoðanakönnuninni hér að neðan.“

Skoðanakönnun: https://good-good-visitala.questionpro.com/

H Magasín þakkar Garðari fyrir spjallið og óskar Good Good innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

NÝLEGT